laugardagur, nóvember 01, 2003

Fór til Þórunnar og við fengum okkur þynnkuborgara. Svo komu Dögg og Stjáni og við tókum Idol maraþon. Horfðum á fjóra fyrstu þættina. Þetta er nú bara ansi skemmtilegt verð ég að segja. Simmi og Jói alveg frábærir og fyndið að sjá allt þetta fólk sem getur ekki sungið frekar en ég. Skrítið að sjá aftur íslenskt sjónvarpsefni og íslenskt umhverfi, maður er orðin svoldið vanur þessu danska.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home