fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Lestur og aftur lestur. Það er svo mikil sjálfsvorkunn í gangi núna. Fékk mér meira að segja ógeðslega feitar franskar í kvöldmat af því að ég átti það svo mikið skilið nefnilega. Núna er mér illt í maganum og á það svo sannarlega skilið. Annars er dagurinn svo sem ekki ómögulegur í alla staði því að það er fimmtudagur í dag og það þýðir aðeins eitt: sjónvarpskvöld. Fyrst er það Heksene fra Warren Manor a.k.a. Charmed, Dawson Creek og svo hápunkturinn tvöfaldur Sex and the City. Núna er Dawson í loftinu og þess vegna blogga ég, ekkert alltof spennandi þáttur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home