Er að verða eins og svona klikkaður rithöfundur, sit heima allan daginn í náttfötunum. Í dag byrjaði ég að skrifa verkefnið, loksins. Það er viss léttir sem fylgir því, múrinn er rofinn. Annars er líf mitt ansi dapurlegt þessa dagana. Hátindur helgarinnar var að fara í ræktina í gærmorgun. Ég vaknaði virkilega sjálfviljug klukkan níu á laugardagsmorgni til þess að fara í ræktina. Það er sko saga til næsta bæjar. Ég held ég fari bara aftur á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home