mánudagur, nóvember 03, 2003

Ég hef tekið upp nokkra nýja siði hér í Danaríki. Fyrst ber að nefna að ég er farin að sofa í sérlegum náttbuxum og hef meira segja fjárfest í einum slíkum. Þetta orsakast af því að hér er stundum svoldið kalt og svo deili ég baðherbergi með Litháanum Kostas og nenni ekki að klæða mig í hvert einasta skipti sem ég fer á klóið. Ég er líka farin að taka plastpoka með mér út í búð þegar ég versla, þeir eru nefnilega svo ferlega dýrir hérna. Ég myndi sjálfsagt seint gera þetta heima. Svo hef ég minnkað kókdrykkju mína mjög mikið, það freistar mín ekki einu sinni þegar ég fer út í búð. Þetta er vegna þess að kókið hérna er náttúrulega ekki eins gott og heima en líka vegna þess að flöskurnar eru svo ljótar. Þær eru svona allar skrapaðar einhvern veginn og greinilega margnotaðar. Hver segir svo að útlit skipti ekki máli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home