laugardagur, nóvember 15, 2003

Ótrúlegur dagur. Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fór og hitti hópinn minn um hádegi og þá voru einkunnirnar úr prófinu hræðilega komnar upp. Ég var í alvöru smá hrædd við að falla en vonaðist samt til þess að fá 7 og kannski 8 ef guðirnir yrðu sérstaklega góðir. En á danska einkunna skalanum verður að fá 6 til að ná. Allavega ég kíkti á töfluna og þarna stóð það 101078 = 11. Ég fékk sjokk og er enn í sjokki. Ég fór tvisvar og kíkti á þetta og líka hvort það væri einhver annar sem ætti sama afmælisdag og ég. Þetta getur eiginlega ekki verið rétt einkunn því þetta þýðir að ég og einhver einn annar erum með hæstu einkunn af þessum 90 sem eru í þessu námi. Ég sem sagði við hópinn minn að ef ég félli þá væri ég ekki viss um að ég myndi taka prófið aftur, frekar myndi ég bara slútta þessu og fara að gera eitthvað annað.
Þetta er eiginlega hálf asnalegt. Ég er búin að vera segja öllum hversu hræðilega þetta gekk og undirbúa mig og aðra fyrir lélega einkunn. En þetta er einmitt málið, ég kann ekkert á þetta nýja skólaumhverfi og veit ekkert við hverju ég á að búast. Ágætt meðan það kemur manni svona skemmtilega á óvart. Gvuð hvað mamma á eftir að segja:ég sagði það. Get að vísu ekki sagt henni þetta strax, hún og pabbi eru í Dublin. Hún ætlar m.a. að kaupa eitthvað fallegt handa litlu stelpunni sinni.
Bíó í kvöld væntanlega, Matrix nema hvað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home