sunnudagur, október 30, 2005

Október er ekki alveg búin en það er komið jóladót í búðina mína hérna á Grænlandstorgi og það fyrir einhverjum 10 dögum síðan. Finnst þetta alltof snemma, að það sé komin nóvember er algjört lágmark. Hef aðeins litið á jóldótið og þar á meðal eru svona lítil kerti til þess að setja á jólatré. Sé hann karl föður minn fyrir mér ef ég birtist með svona kerti og ætlaði að setja tréið og kveikja á. Ekki séns í helvíti að ég fengi að gera það. Ekki það að mér myndi nokkurn tímann detta í hug að gera svona lagað.

föstudagur, október 28, 2005

Á morgun ætla ég að fá mér einhverja smá óhollustu. Þetta gengur ekki lengur.

fimmtudagur, október 27, 2005

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað maður er lengi að gera heimildaskrá. Að þessu sinni tekur þetta þó sérstaklega langan tíma vegna þess að tölvunni blessaðri var stolið. Það kemur mér líka alltaf á óvart hvað gerð heimildaskrár fylgja miklar pælingar, manni finnst að það sem þetta er bara skráning ætti þetta að liggja nokkuð ljóst fyrir. En ég byrjaði sem betur fer á þessu í tíma, hef dútlað við skránna á hverjum degi meðfram yfirferð ritgerðarinnar.

Minn er þreyttur. Var það líka í gær svo ég fór fyrr að sofa en venjulega eða rétt um 11. Græddi lítið á þessu, vaknaði bara um sex leytið og sofnaði lítið eftir það. Fer nefnilega á fætur upp úr átta þar sem bókasafnið opnar ekki fyrr en níu. Gott að hafa góða afsökun.

miðvikudagur, október 26, 2005

Ég er tekin að léttast, finn það á fötunum mínum. Ekki mörg kíló farin enda ég bara búin að vera í Danmörkunni í tvær vikur en það er aðeins farið að renna af mér. Þetta tengist nefnilega Danmörku og mataræði mínu hér. Ég hreyfi mig nefnilega minna hér en ég gerði áður en ég fór út. Eins og svo oft er hér um margar og samvirkandi ástæður að ræða.

Fyrir það fyrsta borða ég nær eingöngu íslenskt sælgæti. Lakkrísin hérna er ógeðslegur og súkkulaðið ekkert spes svo það freistar mín lítt. Eina freistingin í þessari deild er Kims snakk með sýrðum rjóma og lauk.
Í öðru lagi minnka ég kókneyslu mína alltaf gríðarlega þegar komið er til Danmerkur. Kókið er bara ekki eins gott og svo eru það umbúðirnar. Hörðu hálfslíters flöskurnar eru notaðar og ljótar og hér er ekki hægt að fá kók í súperdós eins og mér finnst best. Já, segiði svo að útlit skipti ekki máli.
Í þriðja lagi drekk ég meira vatn á kostnað annara drykkja eins og mjólkur og ávaxtasafa. Drekk svosem alltaf mikið vatn við skriftir en ég drekk minni mjólk og appelsínusafa vegna þess einfaldlega að ég nenni ekki að bera þetta heim úr búðinni. Ég læt mér því nægja yfirleitt mjólk út á kornflexið á morgnanna og ein lítil ferna af safa í hádeginu.
Í fjórða lagi borða ég ekki mikið af skyndibitamat þessa dagana. Nenni ómögulega að fara niður í bæ til þess. Það er líka bæði ódýrara og bara betra að kaupa og elda kjúkling sjálf.
Í fimmta og síðasta lagi er ég að klára masters ritgerðina mína og því fylgir töluvert stress. Þegar ég verð mjög stressuð get ég lítið sem ekkert borðað. Þetta er samt í lagi núna, hingað til hef ég haft stjórn á stressinu. Fyrstu önnina mína hérna skólanum var ég að kafna úr stressi, ein í nýju landi, nýjum skóla og nýju námi. Slæmu dagana borðaði ég kannski eina brauðbollu og kornflex og kastaði stundum upp. Á "góðu" dögunum hins vegar borðaði ég stundum nautasteik með hnausþykkri bernes og olíusteikta kartöflubáta og helling af snakki. Slæmu dagarnir voru fleiri en þeir góðu því ég hafði lést um 7 kíló þegar ég kom heim um jólin. Þessu leyfi ég ekki að gerast aftur því heilbrigði er jú fyrir öllu.

Svo kem ég heim í desember og næ kílóunum auðvitað á mig aftur um jólin. Nema hvað.
Það er víst frost heima og spáir hríðargargi um helgina. Hér er hins vegar um 15 stiga hiti, sól og smá vindur. Spáir 18 stiga hita á föstudaginn. Þetta er víst líka eitt heitasta haust í Danmörku í 20-30 ár. Ég man að á þessum tíma fyrir tveimur árum var skítakuldi, kom meira að segja smá snjór í október.
Annars eru veðurfréttir hér á sumum sjónvarpsstöðvum svoldið skrítnar. Einhverra hluta vegna þykir það "svalt" að segja fréttir af veðri utandayra. Veðurfréttamaðurinn er þá misvel klæddur allt eftir því hvernig vindar blása. Kannski á þetta vel við viðfangsefnið en mér finnst þetta alltaf frekar heimskulegt enda frekar praktísk manneskja.

mánudagur, október 24, 2005

Smá leiðrétting hérna. Ég hefði ekkert viljað vera í Reykjavík, ég hefði viljað vera á ströndinni. Þar var nefnilega farið í tvær kröfugöngur í tilefni dagsins. Jamm, fiskverkakonurnar hittust nokkrar fyrir vinnu og tóku rúnt um bæinn og borðuðu síðan morgunmat saman. Seinnipartinn kl. 14:08 var svo tekinn upp þráðurinn og heilmargar konur bættust við. Mamma sagði að þetta hefði verið ótrúlega gaman og hún hefði ekki trúað þessu að óreyndu. Skemmtilegast var að ungu stelpurnar tóku virkan þátt.

Hvenær ætli síðast hafi verið farið í kröfugöngu á Skagaströnd? Það hefur sjálfsagt verið gert áður en það er langt síðan. Frábært framtak.
Verst ad eg er ekki Reykjavikinni i dag. Ef eg væri tar stødd myndi eg svo sannarlega mæta i krøfugøngu og barattufund. Mamma labbadi ut ur frystihusinu tennan dag fyrir 30 arum en eg veit ekki hvad hun gerir i dag. Er ekki ad vinna i fiskinum a manudøgum. Eg man ad hun setti stundum "Afram stelpur" pløtuna a foininn en mer fannst pløtuumslagid rosalega flott, bleikt og smart.

laugardagur, október 22, 2005

Arg, Fly on the wings of love með Olsen bræðrunum dönsku. Leiðinlegasta lag ever. Þoli bara alls ekki röddina í þessum skeggjaða gráhærða, syngur eins og einhver leiðinda kerling. Ekki bætir heldur úr skák að ég hef ítrekað "orðið fyrir" þessu lagi á ýmsum skemmmtistöðum í götunni hér í Áló og þá á dönsku.
Úff, minningarnar flæða fram. Guð hvað ég elskaði Bobbysocks á sínum tíma. Þær voru svo flottar þarna þegar ég var sjö ára. Þetta var líka fyrir þann tíma sem Ísland fór að taka þátt og hægt var að halda með hverjum sem var.
Að áeggjan móður minnar horfi ég á Grand Prix, öðru nafni Eurovision, afmæliskeppnina. Hún kýs án nokkurs vafa Cliff Richards enda alltaf verið mikill aðdáandi hans. Hvort og þá hvað ég kýs er enn á huldu, í það minnsta ekki Johnny Logan eða Celine Dijon.

föstudagur, október 21, 2005

Mikid svakalega langar mig i leikhus.

miðvikudagur, október 19, 2005

Það vall upp úr mér spekin í dag. Sat semsagt á bókasafninu og reyndi að gera kenningarnar að mínum eins og superinn kallar það. Fór líka aðeins yfir tilvísanirnar til þess að reyna að meta þann skaða sem helv... þjófarnir ullu með því að stela tölvunni. Flest er í lagi, veit hvað verið er að vísa í hverju sinni nema einu sinni. Á fyrstu bls. ritgerðarinnar vísa ég í einhvern Olesen frá árinu 2000 á bls. 155. Veit ekkert hver þessi Olesen er eða hvar ég get fundið þessi skrif hans. Finn ekkert sem passar hvorki í gegni né kerfinu á bókasafninu hér. Verð líklegast bara að sleppa honum Olesen enda svosem ekki um mikinn eða merkilegan hluta ritgerðarinnar að ræða.

Skemmtileg færsla er það ekki? Ég er mjög sjálfhverf þessa dagana, ekkert kemst að nema ritgerðin. Held ég verði orðin hálf einræn þegar ég kem heim. Stóð sjálfa mig að því að syngja á klósettinu á bókasafninu í dag. Þegar maður hefur engan að tala við talar maður bara við sjálfan sig. Verður að redda sér.

þriðjudagur, október 18, 2005

María Elísabet og litli prinsinn farin heim af spítalanum, allir ægilega glaðir að fá að líta barnið augum. Þeir setja texta á þegar krónprinsessan talar dönsku, ég skil hvert einasta orð án nokkura erfiðleika. Er annars farin að efast verulega um allt þetta kóngastúss í havaríinu síðustu daga. Nú þegar er búið að planaleggja ævi þessa barns, hann á að verða kóngur og þarf að rísa upp á móti öllu og öllum ef það hugnast honum ekki. Las til að mynda að það sé ekki æskilegt að danskir prinsar kvænist dönskum stúlkum. Hann væri nefnilega að forminu til að kvænast þegni sínum sem er ekki gott. Þess vegna þurfa Danaprinsar að sækja sér konur til útlanda og helst sem lengst í burtu enda eru þær María og Alexandra langt að komnar. Skil ekki hvernig Hákon prins þeirra Norðmanna gat kvænst hinni óbreyttu, norsku, einstæðu móður Mette Marit. Kannki er einhver eðlismunur á danska og norska konungsríkjunum sem ég geri mér ekki grein fyrir.

Kláraði athugasemdirnar í dag, 10 bls. alls, og skrapp aðeins í bæinn. Á morgun hefjast síðan skriftir.

mánudagur, október 17, 2005

Geðið betra í dag. Eyddi deginum á bókasafninu að lesa yfir ritgerðina mína. Er komið með sjö þétt skrifaðar síður af athugasemdum og er ekki búin. Held ég hafi aldrei lesið neitt, allavega ekki neitt eftir sjálfa mig, á svona gagnrýnin hátt. Hendi út alveg slatta. Hvort þetta er svo eitthvað sem supernum líkar veit ég ekki. Það verður að koma í ljós. Var held ég bara að gera mitt besta í dag, alveg svakalegar pælingar.

Eldaði líka kjúkling. Er svo sannarlega komin til Danmerkurinnar.

sunnudagur, október 16, 2005

Enn og aftur erum við næst best, hlutfallslega þó að sjálfsögðu. Er ekki bara málið að senda svosem eins og 4-5 menn á Everest og verða best. Gæti verið "Everest í boði Baugs" eða eitthvað slíkt.

laugardagur, október 15, 2005

Eitthvað til að eyða tímanum í...

You scored as agnosticism. You are an agnostic.
Though it is generally taken that agnostics
neither believe nor disbelieve in God, it
is possible to be a theist or atheist in addition to an
agnostic. Agnostics don't believe it is possible to prove
the existence of God (nor lack thereof).

Agnosticism is a philosophy that God's existence cannot
be proven. Some say it is possible to be agnostic and
follow a religion; however, one cannot be a devout
believer if he or she does not truly believe.

agnosticism

75%

Islam

67%

Paganism

54%

atheism

42%

Christianity

42%

Judaism

38%

Hinduism

29%

Buddhism

21%

Satanism

17%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com


Nokkuð til í þessu. Kemur á óvart hvað ég skora hátt í íslam.
Mér leiðist, þetta veit ekki á gott. Á eftir að henglast ein hér í borg í einhverjar vikur og leiðinn er strax kominn. Ég var búin að gleyma því hvað það er ekkert í sjónvarpinu hér í landi á laugardagskvöldum. Ekkert skrítið svosem, maður á að vera í götunni á þessum tíma með öl í hendi. En maður fer ekki einn í götuna til að sötra, ekki ég allavega.

Já, já, það er alveg rétt, ég er að drepast úr sjálfsvorkunn.
Drengur er fæddur í Danaríki. Þetta er enginn venjulegur drengur heldur væntanlegur kóngur, Kristján 11. nánar tiltekið. Það var bein útsending á DR1 og fleiri stöðvum í morgun þar sem fréttamenn ræddu við ýmsa aðila um ýmsa þætti þessa máls. Ein pælingin er nafnið en skv. venju fær drengurinn fjögur nöfn. Fyrsta nafnið verður að sjálfsögðu Kristján eða Christian. Líklegt er að eitt hinna nafnanna verði svo Hendrik eftir drottningarmanninum og afa barnsins og jafnvel André en Friðrik heitir það einmitt. Ólíklegt er hins vegar talið að barnið fái nafnið John eftir hinum afa sínum þar sem það er ekki venja að ríkisarfi sé nefndur eftir ókonungbornum. Frekar ólíklegt er einnig talið að barnið fái grænlenskt nafn þótt faðirinn sé afar hrifinn af Grænlandi. Það eru þó fordæmi fyrir þessu því Margrét drottning ber jú íslenska nafnið Þórhildur og á það var bent af einhverjum konunglegum nafnasérfræðingi í morgun. Það var þó heppilegt að barnið skyldi vera drengur þar sem Danmörk hefur ekki enn breytt lögunum sem kveða á um að elsti sonur skuli erfa krúnuna. Bæði Noregur og Svíþjóð hafa breytt þessu þannig að nú er það bara elsta barn óháð kyni. Svíþjóð breytti þessu eftir að Viktoría svíaprinsessa fæddist en Noregur áður en Mette-Marit og Hákon eignuðust Ingiríði Alexöndru.
En allavega, allir eru glaðir í dag, strætóar eru skreyttir danska fánanum og kl. 18:30 verðir kveiktir eldar út um allar trissur af gömlum víkingasið.

föstudagur, október 14, 2005

Síðustu dagar eru búnir að vera erfiðir. Tölvunni minni var nefnilega stolið í Köben í fyrradag. Sat á kaffihúsi með Þórunni þegar tveir óprúttnir náungar tóku tölvutöskuna mína án þess að ég tæki eftir, samt var hún bara við fæturna á mér. Ég fékk náttúrulega algjört sjokk og er loksins að jafna mig núna. Reynar fékk ég vegabréfið mitt og lykilinn af herberginu aftur en góðhjartaður strætóbílstjóri fann í strætónum sínum. En tölvan er horfin og allt sem á henni er. Sem betur fer á ég eintak af sjálfri ritgerðinni en þetta þýðir samt nokkra vinnu í viðbót. Þórunn og Helgi voru bara frábær, án þeirra hefði ég bara sest niður og bara grenjað og grenjað. Hún meira segja lánaði mér tölvu svo ég geti nú skrifað og klárað þessa ritgerð. Aðallega er ég bara reið að einhverjir helv... menn hafi tölvuna mína undir höndum og geti skoðað allt dótið mitt í henni.

Fór líka og hitti kennrann minn í morgun. Þarf talsvert að laga ritgerðina þótt ég myndi í sjálfu sér ná með að skila henni eins og hún er núna. En auðvitað vill maður gera betur. Veit því ekki hversu lengi ég verð hérna en býst allavega við mánuði í viðbót.

Fall er bara vonandi fararheill.

mánudagur, október 10, 2005

27 ára í dag, úff...

Hríðargarg úti og leiðinda færð. Veðrið var víst betra daginn sem ég fæddist.

föstudagur, október 07, 2005

Vaknaði alveg eldsnemma í morgun eða kl. 7 til að líta eftir guðsyninum. Hann hagaði sér óaðfinnanlega eftir að hafa mótmælt brottför foreldra sinna kröftuglega í nokkrar mínútur.
Sendi uppkast af ritgerðinni til supersins í gærkvöldi og var búin að fá svar frá honum 7 í morgun. Mér til mikillar gleði hefur hann tíma til að hitta mig um leið og kem út. Svo er bara að vona að hann geri ekki allt of miklar athugasemdir þannig að ég þurfi ekki að eyða of löngum tíma í Áló.
Það eru því engar skriftir þessa helgina og þess vegna ætla ég að skreppa til Akureyrar. Þarf að tékka á tveimur smáatriðum á amtinu og dekra aðeins Tanusinn.

þriðjudagur, október 04, 2005

Rigning úti en þó ekki hvasst. Fer suður eftir viku og út daginn eftir. Hlakka ekki til. Þetta verður leiðinda tími þarna úti í Álaborginni. Allir farnir sem ég þekki. Vonandi tekur þetta bara fljótt af. Það verður samt gaman að heimsækja Þórunni og Helga í Köben.

Borgaði leiguna í dag, hefur lækkað um næstum 1000 kall síðan síðast. Gengisþróunin kemur sér vel fyrir mig blankan námsmanninn. Get fengið mikinn kjúkling fyrir dönsku krónurnar mínar úti í Danmörkunni. Vona samt að íslenska krónan fari að veikjast þótt þetta komi sér vel fyrir mig persónulega eins og staðan er í dag.