miðvikudagur, október 19, 2005

Það vall upp úr mér spekin í dag. Sat semsagt á bókasafninu og reyndi að gera kenningarnar að mínum eins og superinn kallar það. Fór líka aðeins yfir tilvísanirnar til þess að reyna að meta þann skaða sem helv... þjófarnir ullu með því að stela tölvunni. Flest er í lagi, veit hvað verið er að vísa í hverju sinni nema einu sinni. Á fyrstu bls. ritgerðarinnar vísa ég í einhvern Olesen frá árinu 2000 á bls. 155. Veit ekkert hver þessi Olesen er eða hvar ég get fundið þessi skrif hans. Finn ekkert sem passar hvorki í gegni né kerfinu á bókasafninu hér. Verð líklegast bara að sleppa honum Olesen enda svosem ekki um mikinn eða merkilegan hluta ritgerðarinnar að ræða.

Skemmtileg færsla er það ekki? Ég er mjög sjálfhverf þessa dagana, ekkert kemst að nema ritgerðin. Held ég verði orðin hálf einræn þegar ég kem heim. Stóð sjálfa mig að því að syngja á klósettinu á bókasafninu í dag. Þegar maður hefur engan að tala við talar maður bara við sjálfan sig. Verður að redda sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home