Október er ekki alveg búin en það er komið jóladót í búðina mína hérna á Grænlandstorgi og það fyrir einhverjum 10 dögum síðan. Finnst þetta alltof snemma, að það sé komin nóvember er algjört lágmark. Hef aðeins litið á jóldótið og þar á meðal eru svona lítil kerti til þess að setja á jólatré. Sé hann karl föður minn fyrir mér ef ég birtist með svona kerti og ætlaði að setja tréið og kveikja á. Ekki séns í helvíti að ég fengi að gera það. Ekki það að mér myndi nokkurn tímann detta í hug að gera svona lagað.
1 Comments:
hahahahhaha, já ég ráðlegg þér frá því að fjárfesta í svona kerti! Það var nú eldhræðsla gamla sem olli því að laufabrauðið fór eins og það fór í fyrra, feitin mátti ekki stíga uppfyrir frostmark og þá var hann farinn að tipla á tánum í kringum pottinn með eldteppið ;)
Skrifa ummæli
<< Home