þriðjudagur, október 18, 2005

María Elísabet og litli prinsinn farin heim af spítalanum, allir ægilega glaðir að fá að líta barnið augum. Þeir setja texta á þegar krónprinsessan talar dönsku, ég skil hvert einasta orð án nokkura erfiðleika. Er annars farin að efast verulega um allt þetta kóngastúss í havaríinu síðustu daga. Nú þegar er búið að planaleggja ævi þessa barns, hann á að verða kóngur og þarf að rísa upp á móti öllu og öllum ef það hugnast honum ekki. Las til að mynda að það sé ekki æskilegt að danskir prinsar kvænist dönskum stúlkum. Hann væri nefnilega að forminu til að kvænast þegni sínum sem er ekki gott. Þess vegna þurfa Danaprinsar að sækja sér konur til útlanda og helst sem lengst í burtu enda eru þær María og Alexandra langt að komnar. Skil ekki hvernig Hákon prins þeirra Norðmanna gat kvænst hinni óbreyttu, norsku, einstæðu móður Mette Marit. Kannki er einhver eðlismunur á danska og norska konungsríkjunum sem ég geri mér ekki grein fyrir.

Kláraði athugasemdirnar í dag, 10 bls. alls, og skrapp aðeins í bæinn. Á morgun hefjast síðan skriftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home