Drengur er fæddur í Danaríki. Þetta er enginn venjulegur drengur heldur væntanlegur kóngur, Kristján 11. nánar tiltekið. Það var bein útsending á DR1 og fleiri stöðvum í morgun þar sem fréttamenn ræddu við ýmsa aðila um ýmsa þætti þessa máls. Ein pælingin er nafnið en skv. venju fær drengurinn fjögur nöfn. Fyrsta nafnið verður að sjálfsögðu Kristján eða Christian. Líklegt er að eitt hinna nafnanna verði svo Hendrik eftir drottningarmanninum og afa barnsins og jafnvel André en Friðrik heitir það einmitt. Ólíklegt er hins vegar talið að barnið fái nafnið John eftir hinum afa sínum þar sem það er ekki venja að ríkisarfi sé nefndur eftir ókonungbornum. Frekar ólíklegt er einnig talið að barnið fái grænlenskt nafn þótt faðirinn sé afar hrifinn af Grænlandi. Það eru þó fordæmi fyrir þessu því Margrét drottning ber jú íslenska nafnið Þórhildur og á það var bent af einhverjum konunglegum nafnasérfræðingi í morgun. Það var þó heppilegt að barnið skyldi vera drengur þar sem Danmörk hefur ekki enn breytt lögunum sem kveða á um að elsti sonur skuli erfa krúnuna. Bæði Noregur og Svíþjóð hafa breytt þessu þannig að nú er það bara elsta barn óháð kyni. Svíþjóð breytti þessu eftir að Viktoría svíaprinsessa fæddist en Noregur áður en Mette-Marit og Hákon eignuðust Ingiríði Alexöndru.
En allavega, allir eru glaðir í dag, strætóar eru skreyttir danska fánanum og kl. 18:30 verðir kveiktir eldar út um allar trissur af gömlum víkingasið.
En allavega, allir eru glaðir í dag, strætóar eru skreyttir danska fánanum og kl. 18:30 verðir kveiktir eldar út um allar trissur af gömlum víkingasið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home