Smá leiðrétting hérna. Ég hefði ekkert viljað vera í Reykjavík, ég hefði viljað vera á ströndinni. Þar var nefnilega farið í tvær kröfugöngur í tilefni dagsins. Jamm, fiskverkakonurnar hittust nokkrar fyrir vinnu og tóku rúnt um bæinn og borðuðu síðan morgunmat saman. Seinnipartinn kl. 14:08 var svo tekinn upp þráðurinn og heilmargar konur bættust við. Mamma sagði að þetta hefði verið ótrúlega gaman og hún hefði ekki trúað þessu að óreyndu. Skemmtilegast var að ungu stelpurnar tóku virkan þátt.
Hvenær ætli síðast hafi verið farið í kröfugöngu á Skagaströnd? Það hefur sjálfsagt verið gert áður en það er langt síðan. Frábært framtak.
Hvenær ætli síðast hafi verið farið í kröfugöngu á Skagaströnd? Það hefur sjálfsagt verið gert áður en það er langt síðan. Frábært framtak.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home