föstudagur, október 14, 2005

Síðustu dagar eru búnir að vera erfiðir. Tölvunni minni var nefnilega stolið í Köben í fyrradag. Sat á kaffihúsi með Þórunni þegar tveir óprúttnir náungar tóku tölvutöskuna mína án þess að ég tæki eftir, samt var hún bara við fæturna á mér. Ég fékk náttúrulega algjört sjokk og er loksins að jafna mig núna. Reynar fékk ég vegabréfið mitt og lykilinn af herberginu aftur en góðhjartaður strætóbílstjóri fann í strætónum sínum. En tölvan er horfin og allt sem á henni er. Sem betur fer á ég eintak af sjálfri ritgerðinni en þetta þýðir samt nokkra vinnu í viðbót. Þórunn og Helgi voru bara frábær, án þeirra hefði ég bara sest niður og bara grenjað og grenjað. Hún meira segja lánaði mér tölvu svo ég geti nú skrifað og klárað þessa ritgerð. Aðallega er ég bara reið að einhverjir helv... menn hafi tölvuna mína undir höndum og geti skoðað allt dótið mitt í henni.

Fór líka og hitti kennrann minn í morgun. Þarf talsvert að laga ritgerðina þótt ég myndi í sjálfu sér ná með að skila henni eins og hún er núna. En auðvitað vill maður gera betur. Veit því ekki hversu lengi ég verð hérna en býst allavega við mánuði í viðbót.

Fall er bara vonandi fararheill.

1 Comments:

Blogger Helga said...

Elsku Þóra,
Þú átt alla mína samúð út af tölvunni. Heppin að hafa tekið afrit. Það eru ótal dæmi um fólk sem verður fyrir þessu og - á EKKI afrit. Það fólk er í djúpum skít eða - eins og við þetta fínt fölende íslenskufólk segir - situr í súpunni (sem er nú kannski enn ógeðslegra ef maður hugsar þetta til enda)
Gangi þér vel,
Helga frænka

9:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home