Fékk líka álagningaseðilinn minn í hús eins flestir í dag. Hlakkaði náttúrlega til að sjá ávísun upp á ca. 80 þús og var því ekkert lítið súr þegar við mér blasti rukkun upp á 8 þús. Ég hringdi í skyndi í skattstjórann á Siglufirði og þá er málið að ég flutti lögheimili til Danmerkur á síðasta ári. En ég þarf bara að senda þeim einhverja pappíra og þá fæ ég peninginn.
Það er af sem áður var, ekkert að gerast á Ströndinni um versló. Ég man nú þá tíð þegar fólk var farið að þyrpast hérna á miðvikudag-fimmtudag. En nú er svo komið að ég ætla að fara úr bænum, í fyrsta skipti síðan ég var unglingur. Stefnan er tekin á Eina með öllu á Akureyri og það eina sem ég tek með er svefnpoki og kassi af bjór. Eða ekki. Þetta er meira svona heimsókn til Birnu og Sindra og ég þarf líka að skila Tanusnum. Drykkja mín verður sjálfsagt undir meðallagi. Allavega einhverju meðallagi.