miðvikudagur, júlí 21, 2004

Jæja, þá er maður komin aftur út á akurinn. Ég er svoldið svona eins ambátt í suðurríkjunum eða eitthvað, var tekin inn af plantekrunni í smá tíma og fékk að njóta hins ljúfa lífs innan dyra. En allt gott tekur enda. Nei, nei, þetta er ekki svona slæmt. Var úti í góða veðrinu í dag og setti niður sumarblóm, fékk að tjá mitt listræna sjálf með því að raða blómum eftir hæð og lit. Hér er annars allt að skrælna. Það má eiginlega segja að það sé svipað að búa hér og í Kaliforníu nema hér eigum við nóg af vatni til að vökva með. Þetta er ekkert spaug því skyndilega eru reynitré farin að vaxa, hansarósirnar blómstra og birkið sáir sér af sjálfsdáðum. Hérna einu sinni þótti það bara gott ef alaskavíðirinn lifði frá ári til árs. Ég er kannski aðeins að ýkja en Gústi græni sýndi mér sólberjarunna sem hreppararnir settu niður í fyrra og það eru bara komin ber á hann og allt. Ó, sei, sei, já. Og bara svona til þess að forðast allan misskilning þá hefur pabbi ekki fengið á sig viðurnefnið "græni". Þetta er annar Gústi sko, einn af hreppurunum.

Já, og takk fyrir commentin Heiðrún og þið hin sem hafið skrifað eitthvað. Það iljar mínu litla hjarta mikið að fá svona góða kveðjur. Endilega commentið meira takk :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð ;) FLott að þú nýtur þín á plantekrunum ;) Hér bara heldur í horfinu, sem betur fer hitinn kominn yfir 20 stigin...loksins! En sólin heldur óstabíl samt :( Alveg týpískt að vera flutt til Dk til að fá almennilegt sumar og þá fær maður VERSTA sumarið hér í 25 ár...arrrg! Það hefur verið stórlega brotið á manni, litla Íslendingum :(

Knús, nafnan í Dk.

8:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ - lítið mál að kommenta hérna fyrir þig. Ég sé að allir eru að tala um veðrið svo ég geri það bara líka. Í dag er allt of heitt hér í borg (vel rúmlega 30 gráður) og auðvitað raki í stíl. Ég get ekki beðið eftir að koma í "kuldann" heima á ströndinni. Bestu kveðjur frá Amó.

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home