Mér er nú bara farið að blöskra jákvæðnin í sjálfri mér. Veðrið er gott, eins og venjulega getur maður eiginlega farið að segja. Ég skemmti mér hjá hreppnum við að lesa gamlar fundargerðir og þetta er ekki sagt í kaldhæðni. Þakka góðar kveðjur frá frænkum mínum og jafnöldrum Þóru og Heiðrúnu sem ég hef séð alltof lítið af síðustu árin. Og Heiðrún, betra veður í Reykjavík en hér? Ég blæs nú á það, trúi því nú seint held ég. Hér rignir nefnilega ekki "alltaf" eins og í Reykjavíkinni jafnvel þó einhverjir veðurfræðingar spái því. Og ef svo ólíklega vill til að einhverjir dropar komi úr lofti þá er það bara á næturnar, mjög hentugt sko.
Jæja best að halda áfram lestri. Er að byrja á lýðveldisárinu 1944 þegar allt var á blússandi siglingu hér í plássinu.
Jæja best að halda áfram lestri. Er að byrja á lýðveldisárinu 1944 þegar allt var á blússandi siglingu hér í plássinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home