Pabbi og mamma komin í sumarfrí og því ekki seinna vænna að hefja einhverskonar framkvæmdir. Það er náttúrulega ótækt að slappa af í sumarfríinu. Allavega var pabbi komin út fyrir átta í morgun til að undirbúa komu Gumma frænda. Hann kom svo og þegar ég kom heim í hádeginu var búið að grafa upp lóðina bak við hús. Ef ég myndi núna ætla í sakleysi mínu út á snúru eða að grilla eða eitthvað myndi ég falla niður nokkra metra og sennilega beinbrjóta mig. Út í þessar framkvæmdir er farið vegna þess að núna, næstum 25 árum eftir að við fluttum inn, finnst pabba jarðvegurinn í lóðinni bak við hús alveg ómögulegur og bráðnauðsynlegt að setja möl þarna í stað leirdrullunar. Og svona í leiðinni ætlar hann að leggja dreinlögn sem er víst líka nauðsynleg en þótti það víst ekki eins mikið þarna í lok áttunda áratugarins. Svo það er nóg að gerast í Bankastrætinu og reyndar bara á Skagaströnd almennt. Hér virðist allt gerast í faröldrum, fyrir svona ári geysaði skilnaðarfaraldur en núna geysar öllu skárri pest, húsasölufaraldur. Einhver 5 hús held ég hafa selst núna á stuttum tíma. Allt að gerast.
Og takk fyrir kveðjuna nafna. Álaborgin mín er nú alveg ágæt. Ég sakna hennar nú bara stundum pínu. Næsta sumar ætla ég svo að reyna að skoða mig aðeins um á Jótlandinu fagra :)
Og takk fyrir kveðjuna nafna. Álaborgin mín er nú alveg ágæt. Ég sakna hennar nú bara stundum pínu. Næsta sumar ætla ég svo að reyna að skoða mig aðeins um á Jótlandinu fagra :)
4 Comments:
Var bara að frétta fyrir stuttu að þú værir með blogg þannig að ég er búin að eyða rúmlega klukkutíma í að rúlla yfir gamalt efni. Maður fær alveg sting í hjartað við að heyra lýsingarnar á hinu daglega lífi í Álaborg. Vá, hvað ég sakna þessarar borgar og lífsins þar.
Til hamingju með internshippið og gangi þér vel í þarna í Osló!!!! Ein spurning þó: ferðu ekki aftur til Álaborgar til þess að klára í vor?
Kveðja, Helga Friðriks
Sæl Þóra,
við þekkjumst ekki neitt en ég er frænka þín og svo er ég vinkona Þóru H og Heiðrúnar. Ég datt inná þetta blogg og hafði gaman af. Skemmtilegur knappur kaldhæðnisstíll yfir þessu stundum hjá þér.
Kristín Þorsteinsdóttir
Já, verður endilega að kíkja næsta sumar og skoða þig hér um. Margt rosa flott ;)
Komnar myndir af ferðum okkar á síðuna hjá skvísunni :D
Kveðja úr 27 gráðunum ;)
Nafnan.
Hæ frænka,
Verðurðu á ströndinni yfir versló? Við erum að spá og spekúlera að kíkja eitthvert norður í góða veðrið! :-) Væri gaman ef við gætum kannski hist eitthvað! Þú mátt alveg bjalla í mig í S: 896-7776.
Þín frænka,
Heiðrún Sig.
Skrifa ummæli
<< Home