mánudagur, júlí 19, 2004

It´s an end of an era eins og maður segir. Ræpan og co. fara norður í dag og má þá segja að þau séu endanlega flutt. Þau voru svosem búin að flytja mest af draslinu sínu og flutt inn í íbúðina en núna er síðasti túrinn hans Sindra búinn, Tanusinn hættur á leikskólanum og komin með annað pláss á Akureyrinni og bara já... þau búa ekki hérna lengur.  Skrítið.
 
Annars sit ég ein hér á skrifstofu hreppsins, allir í sumarfríi og svona. Hugsa reyndar að ég fari nú bara að koma mér heim. Afrekaði það nú annars í morgun að leiðrétta eitt stk. kjaftasögu. Þær þrífast jú einkar vel í svona krummaskuðum. Alltaf gott að gera gagn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home