Komin heim eftir velheppnaða ferð til Ísafjarðar. Mætingin hjá fjölskyldunni minni var hundrað prósent, öll systkinin mætt ásamt mökum og afi og amma líka. Við gistum öll á hótel Ísafirði eins og kóngafólk, flottasta hótel sem ég hef gist á og í fyrsta skipti var ég ein í herbergi á hóteli. Þetta var bara frábært. Svo var veisla á föstudagskvöldið þar boðið var upp á ýmsa gómsæta rétti og drykki. Ég tók þetta náttúrulega með trompi og gaf öllu góð skil, sérstaklega þó rauð- og hvítvíninu þegar líða tók á kvöldið. Þetta olli því að það losnaði um málbeinið og ég talaði heilmikið við flesta þá ættingja mína sem staddir voru þarna. Semsagt mikið stuð og mikið gaman. Verst að ég þarf að fara í vinnuna á morgun.
1 Comments:
Hey...nú er hægt að pósta comment! Það var ekkert hægt hér um daginn :( Gaman að sjá að þú ert ánægð á ströndinni ;) Allt gott að frétta héðan...fyrir utan rigninguna!
Bið að heilsa öllum, knús, Þóra Huld.
Skrifa ummæli
<< Home