Fundagerðarbækur hreppsnefndar Höfðahrepps eru á stundum nokkuð áhugaverðar. Ég tek náttúrulega sérstaklega eftir því þegar minnst er á ættingja mína. Ég veit núna að langamma mín hún Kristín Pálsdóttir á Jaðri fékk ellibætur frá hreppnum í nokkur ár. Ekki voru þær nú háar. Afi á Jaðri, a.k.a. Björn Sigurðsson, fékk líka eina dagsláttu í landi Finnstaða skv. ákvörðun hreppsnefndar 17. feb. 1944. Þetta fengu bara landlitlir menn í hreppnum. Mér sýnist líka að 1. mars 1954 hafi hann verið skipaður í vatnsveitunefnd og 18. júní var hann settur sem einn af fjórum dælustjórum í slökkviliði hreppsins.
Ég var reyndar að skoða Íslendingabók og skv. henni er ég ákaflega mikill skagstrendingur í móðurættina. Þetta lið var allt ættað frá bæjum hér á ströndinni og hætti sér í mesta lagi austur í Skagafjörð eða í vestur sýsluna til að ná sér í maka. Þetta á við langt aftur í ættir eða 200-300 ár. En svo þarf mamma náttúrulega að ná sér í mann úr annari sýslu, Strandasýslunni, þótt reyndar Melar séu rétt við sýslumörkin. Miðað við forfeður mína er ekkert skrítið þótt mér leiðsit að flytja. Þetta pakk flutti helst ekki neitt. Melaliðið hreyfði sig náttúrulega ekki neitt, bjó bara þarna mann fram af manni og ákvað meira að segja að vera ekkert að skíra of mörgum nöfnum því eins og allir vita er Jón fullgott. Strandarpakkið flutti reyndar eitthvað á milli bæja en aldrei langt og hélt sig allavega á heimaslóðum. Svo er ég að flytja á milli landshluta og jafnvel landa, þetta hæfir náttúrulega ekki mínum "genum".
Ég var reyndar að skoða Íslendingabók og skv. henni er ég ákaflega mikill skagstrendingur í móðurættina. Þetta lið var allt ættað frá bæjum hér á ströndinni og hætti sér í mesta lagi austur í Skagafjörð eða í vestur sýsluna til að ná sér í maka. Þetta á við langt aftur í ættir eða 200-300 ár. En svo þarf mamma náttúrulega að ná sér í mann úr annari sýslu, Strandasýslunni, þótt reyndar Melar séu rétt við sýslumörkin. Miðað við forfeður mína er ekkert skrítið þótt mér leiðsit að flytja. Þetta pakk flutti helst ekki neitt. Melaliðið hreyfði sig náttúrulega ekki neitt, bjó bara þarna mann fram af manni og ákvað meira að segja að vera ekkert að skíra of mörgum nöfnum því eins og allir vita er Jón fullgott. Strandarpakkið flutti reyndar eitthvað á milli bæja en aldrei langt og hélt sig allavega á heimaslóðum. Svo er ég að flytja á milli landshluta og jafnvel landa, þetta hæfir náttúrulega ekki mínum "genum".
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home