laugardagur, júlí 24, 2004

Bara ástand á manni í dag. Er bara komin með rokna kvef, beinverki og svo leiðir þetta út í gómana og eyrun. Ef ég væri kornabarn þá stæði ég svo á orginu núna. Mamma sem er orðin svo heilsu meðvituð á þessum síðustu og verstu, segir þetta vera vegna þess að ég borði ekki nógu hollan mat. Sjálfsagt er eitthvað til í því, fólk eins og hún sem borðar 600 gr. af grænmeti á dag fær sjálfsagt aldrei neinar kveisur. Allavega er þetta gjörsamlega óþolandi. En reyndar ætti þetta að þýða, þar sem ég er meira að segja með smá hita, að ég verði ekki veik aftur fyrr en árið 2006. Nema náttúrulega að ég sé að bila eitthvað á efri árum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ææ..láttu þér batna skvís ;)

Við kíktum á Álaborgina í gær, svona í bakarleiðinni frá Skaganum, röltum um miðbæinn og fengum okkur snæðing. Huggulegur miðbær bara ;)

Bið að heilsa, Þóra.

8:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home