Afskaplega er maður orðin latur við þetta blogg. Tölvan freistar mín ekki svo mjög þegar líða tekur á sumar. Er annars búin að vera sagnfræðast síðustu daga. Hreppararnir ákváðu að nýta menntun mína og ómældu hæfileika í eitthvað annað en garðstörf. Ég hef því verið að lesa mér til um keragerð til hafnargerðar á Skagaströndinni hér áður fyrr. Alveg ágætt svosem, veit núna að það var bölvað vesen að gera eitt stk. höfn í gamla daga svo vel væri.
Annars líður mér bara ósköp vel á Ströndinni minni þessa dagana. Ósköp gott og gaman að heilsa öðrum hverjum manni sem maður hittir og kannast líka alveg við hina. Hér er líka komið svo ágætt kaffihús í gamla skólann sem var verið að gera upp. Það er reyndar bara alveg frábært myndi ég segja. Ég sannfærist alltaf meira og meira um það að ég væri alveg til að búa hér hluta úr ári. Hvort ég vildi búa hér að staðaldri veit ég ekki, alltaf þegar ég er hérna er ég á leið eitthvert annað og veit því ekki hvernig hitt væri. Ekki spillir heldur góða veðrið fyrir. Í dag er ágætt veður en á föstudaginn var það æðislegt. Ég nýtti náttúrulega tækifærið og fór spjallaði við tvo eldri karla sem muna eftir kerjasmíðinni.
Jæja, læt þetta duga að sinni.
Já og takk fyrir commentið Bjarkey. Það getur vel verið að ég nýti mér þetta.
Annars líður mér bara ósköp vel á Ströndinni minni þessa dagana. Ósköp gott og gaman að heilsa öðrum hverjum manni sem maður hittir og kannast líka alveg við hina. Hér er líka komið svo ágætt kaffihús í gamla skólann sem var verið að gera upp. Það er reyndar bara alveg frábært myndi ég segja. Ég sannfærist alltaf meira og meira um það að ég væri alveg til að búa hér hluta úr ári. Hvort ég vildi búa hér að staðaldri veit ég ekki, alltaf þegar ég er hérna er ég á leið eitthvert annað og veit því ekki hvernig hitt væri. Ekki spillir heldur góða veðrið fyrir. Í dag er ágætt veður en á föstudaginn var það æðislegt. Ég nýtti náttúrulega tækifærið og fór spjallaði við tvo eldri karla sem muna eftir kerjasmíðinni.
Jæja, læt þetta duga að sinni.
Já og takk fyrir commentið Bjarkey. Það getur vel verið að ég nýti mér þetta.
1 Comments:
Hæ hæ,
Það munaði litlu að ég kæmi að heimsækja þig um helgina! :o Það er sumarferð í vinnunni til Skagastrandar en ég ákvað að beila, þar sem besta veðrinu er spáð hér suðvestanlands. Ekki svo oft sem er gott veður hér um helgar þannig að það er eins gott að nýta það þegar það er! :-)
Væri nú gaman að heyra frá þér ef þú ættir leið hér um höfuðborgina.
Kær kveðja, þín frænka, Heiðrún Sig.
Skrifa ummæli
<< Home