föstudagur, desember 30, 2005

Jólin búin að vera fín eftir að ég komst loksins á áfangastað síðdegis á þorlák. Mamma splæsti á mig flugi til Akureyrar þar sem ég hitti fyrir systur mína og mág. Við fórum svo á ströndina eftir að hafa lokið við síðustu jólagjafakaup. Jólin voru annars nokkuð hefðbundin. Helsta frávikið var að ekkert svín var etið heldur kalkúnn í staðinn. Ég er annars orðin nokkuð svöng í lamb en veit ekki hvort ég fæ það þar sem ég ætla að eyða áramóutnum hjá Birnu systur. Ætla semsagt að flýja ströndina yfir áramótin vegna þess að síðustu áramót voru svo yfirmáta leiðinleg. Vona bara að ég þoli sprengingarnar á gamlárskvöld, hef aldrei verið mikið fyrir þessi flugeldalæti.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Vörninni lokið. Náði að hífa einkunnina upp í 10, þ.e. danska 10, og er bara helv.. ánægð með það. Jamm, maður er farinn að kunna þetta, bulla bara nógu mikið því Danir virðast hrifnir af því. Nú er það bara Köben, flug og svo ströndin og jólin. Ljúft.

Úff, hvað það er gott að þetta er búið.

Ég er búin að ganga frá öllu, pakka og þrífa. Þarf svo bara að grípa draslið mitt eftir prófið og koma mér niður á rútustöðina. Stressið er svona upp og niður en maður reynir jú bara að gera sitt besta. Og svona af því jólin er nú bara alveg að koma ég alveg að fara heim set ég hér inn eina sæta jólamynd af guðsyninum. Það er nú meira hvað þessi guðbörn mín eru nú annars myndaleg.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Úff, stressið hefur haldið innreið sína af fullum þunga. Vörnin á morgun og þá er að duga eða drepast. Væri gaman að ná einkuninni eitthvað upp þar því ég er hrædd um að einkunninn fyrir sjálfa ritgerðina sé ekkert spes. En þetta kemur í ljós og ég verð bara að passa mig að láta ekki stressið fara með mig meðan á vörninni stendur.

Allt líka að verða tilbúið fyrir brottför á morgun, ætla að pakka að mestu í kvöld. Svo er það bara bless, bless Álaborg kl. fimm á morgun þegar ég stíg upp í rútu til Köben. Ætli ég eigi einhvern tímann aftur eftir að koma Áló? Svolítið skrítið allt saman, enn einu tímabilinu að ljúka.

laugardagur, desember 17, 2005

Er að horfa á þátt þar sem er verið að velja Norðmann aldarinnar á norska 1. Ég kannast nú bara við einn þeirra fimm sem komnir eru í úrslit, Ólaf konung 5. Þetta sýnir hvað það er afskaplega fátt um fína drætti í sjónvarpinu hér á laugardagskvöldi og hvað ég er lítið inn í "who's who" í Norge.

Væntanlegur "fjölskyldurmeðlimur" fæddist í gær í Borgarfirðinum einhvers staðar. Systir mín ætlar semsagt að fá sér hund.
Fór í bæinn í morgun og er næstum búin að versla allar jólagjafirnar þetta árið. Keypti líka þægilega skó fyrir kennsluna eftir áramót. Hringdi líka og pantaði mér sæti í rútunni til Köben á miðvikudaginn. Treysti ekki á DSB, liðið gæti gengið út úr lestunum einhvers staðar á leiðinni eins og þeir gerðu í gær. Já, svona er maður nú "paranoid" og rútan er líka næstum helmingi ódýrari sem er ekki verra.
Nú er það bara að halda áfram að þrífa og á morgun er það fyrirlesturinn.

föstudagur, desember 16, 2005

Hildur vinkona og Siggi frændi eiga afmæli dag. Mótmælti sms-væðingunni með því að senda Hildi afmæliskort í bréfapósti. Mér finnst allavega miklu skemmtilegra að fá alvöru afmæliskort heldur en sms.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Jæja, ég held ég geti sagt að ég sé orðin slarkfær í dönsku. Það er reyndar ekki seinna vænna svosem þar sem það er aðeins vika í brottför. Fór í klippingu og litun í morgun, skráði mig út úr landinu og fékk mér E-104 vottorð hjá kommúninni, allt á dönsku. Þetta hefði ég ekki getað gert fyrir tveimur árum síðan. Eina var að ég skildi ekki orðið styttur á dönsku en núna veit ég að það er etager.

Best að þrífa aðeins áður en að Skadestuen, a.k.a. Bráðavaktin, byrjar. Allt að gerast í kotinu.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Þakka allar góðu kveðjurnar kæru ættingjar og vinir. Er komin aftur til Áló eftir mikla skemmtireisu síðustu daga. Fór fyrst til Horsens og heimsótti þar Dís og fjölskyldu og Þóru og fjölskyldu. Sú fyrri er frænka mín í mömmu megin en hin pabba megin. Afskaplega þægilegt því þær eiga heima í aðeins tveggja mínútna göngufjarlægð frá hvor annarri. Á föstudaginn var það svo Köben þar sem ég gisti hjá Þórunni vinkonu og Helga. Þau eru náttúrulega bara bestu gestgjafar í heimi svo helgin var frábær. Fórum í Fields, Fisketorvet og Strikið að versla, upp í Sívalaturninn, á jólatónleika hjá íslenskum kór og á eftir í Jónshús og síðast en ekki síst í tívolí. Tívolíið var frábært, þvílíka jólastemningin og ég fór í rússíbana í fyrsta skipti á ævinni. Fyrst fórum við í svona lítinn rússíbana en svo þann stærsta. Þetta var sko afrek því ég er skíthrædd við öll svona tæki núna í seinni tíð enda farin að þjást af lofthræðslu. Í gærkvöldi kíkti ég svo á Ásu vinkonu og Lindu Maríu.

En nú tekur alvaran við aftur. Þarf að undirbúa vörnina sem felst aðallega í því að búa til 5-10 mínútna "fyrirlestur" tengdan ritgerðinni. Veit nokkurn veginn hvað ég ætla að fjalla um svo það ætti ekki að vera of mikið mál. Svo þarf ég auðvitað að fara yfir ritgerðina svona aðeins til upprifjunnar.
Svo er það allt hitt, kaupa jólagjafir því ekki hef ég tíma til þess heima, þrífa, pakka og allt það. Semsagt nóg að gera næstu vikuna, bara rétt rúm vika í heimferð.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Skilaði ritgerðinni í morgun. Svaf tvo tíma eftir hádegi. Hvort tveggja afskaplega ljúft. Ætla lyfta mér aðeins upp og hitta fólk næstu daga. Fyrsti áfangastaður er Horsens og svo er það kóngsins København. Þægilegt að allir ættingjar mínir og vinir hér í Danmörku búi á þessum tveimur stöðum.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Sá þetta kitl hjá Helgu frænku og þar sem ég hef ekkert betra að gera...

Ætla:
1. Ég ætla að læra fleiri tungumál
2. Ég ætla að fara í klippingu fljótlega
3. Ég ætla að léttast um slatta af kílóum
4. Ég ætla upp á höfða þegar ég kem heim
5. Ég ætla að eignast barn
6. Ég ætla til Kaupmannahafnar í vikunni
7. Ég ætla að skila ritgerðinni minni á morgun

Get:
1. Ég get lært
2. Ég get munað ótrúlegustu hluti
3. Ég get orðið afskaplega pirruð
4. Ég get horft ótrúlega mikið á sjónvarp
5. Ég get sparað peninga
6. Ég get grátið yfir sjónvarpsauglýsingum
7. Ég get pikkað á lyklaborð án þess að horfa

Get ekki:
1. Ég get ekki borðað lifur
2. Ég get ekki hugsað um blóðtöku án þess að verða óglatt
3. Ég get ekki hætt að naga á mér neglurnar
4. Ég get ekki teiknað
5. Ég get ekki hætt að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum
6. Ég get ekki snert rafmagnsgirðingu
7. Ég get ekki farið í splitt, spíkat eða handahlaup

Hitt kynið:

1. Vitsmunir
2. Þekking á mönnum og málefnum fyrr og nú
3. Geta komið fyrir sig orði
4. Sjálfsöryggi
5. Laus við væmni
6. Snyrtilegur klæðaburður
7. Hugmyndaauðgi

Segi oft:
1. Er það
2. Einmitt
3. Jeg forstår hvis du taler lidt langsomt
4. bara sæmó
5. Æi, Þóra mín.
6. For faen (með ýktum norskum framburði)
7. Hej

sunnudagur, desember 04, 2005

Yfirlestri er að mestu lokið, bara heimildaskráin eftir. Er búin að vera mjög dugleg þessa helgi. Vil hafa nógan tíma til að prenta út og svona vegna þess að ég er ægilega "paranoid" út af biluðum prenturum og öðru slíku veseni sem getur komið upp á ögurstundu. Á reyndar eftir að búa til forsíðu og finna nafn á meistarverkið (meistaverk vísar hér til masterprófsins en ekki til gæða afurðarinnar) og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að nefna afkvæmið. Maður reynir alltaf koma með eitthvað hnyttið og svo lýsandi undirtitil en mér hefur bara ekki dottið neitt í hug. Kannski bara, "Iceland and the EU, no way José. Nei, ég segi svona. Komin "yfirlestrargalsi" í mann.

laugardagur, desember 03, 2005

Þeir á Létt 96,7 eru alveg að missa sig í jólalögunum, yfir helmingur laganna sem þeir spila eru jólalög. Útsendingar ríkisútvarpsins á netinu eru búnar að vera í lamasessi síðan þriðjudag eða miðvikudag. Þetta er alveg ómögulegt því þetta eru einu stöðvarnar sem hægt er að hlusta á til lengdar án þess að tapa glórunni.

Skíði um jólin? Heyrði auglýsingu frá þeim í Tindastóli og langaði allt í einu ægilega á skíði. Hef ekki farið síðan páskanna fyrir þremur árum held ég. Fáranlegt því mér finnst þetta alveg rosalega gaman.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Himmi frændi er ad meika thad skv. thessu. Algjør otharfi ad kaupa Arnald, madur fer bara a bokasafnid. Ordabokina er hins vegar gott ad eiga.
Hvur thremillinn !!! Thetta er eina "fina" veitingahusid sem eg hef bordad a i Oslo. Jolabod fastanefndarinnar verdur væntanlega ekki tharna thetta arid.