þriðjudagur, desember 13, 2005

Þakka allar góðu kveðjurnar kæru ættingjar og vinir. Er komin aftur til Áló eftir mikla skemmtireisu síðustu daga. Fór fyrst til Horsens og heimsótti þar Dís og fjölskyldu og Þóru og fjölskyldu. Sú fyrri er frænka mín í mömmu megin en hin pabba megin. Afskaplega þægilegt því þær eiga heima í aðeins tveggja mínútna göngufjarlægð frá hvor annarri. Á föstudaginn var það svo Köben þar sem ég gisti hjá Þórunni vinkonu og Helga. Þau eru náttúrulega bara bestu gestgjafar í heimi svo helgin var frábær. Fórum í Fields, Fisketorvet og Strikið að versla, upp í Sívalaturninn, á jólatónleika hjá íslenskum kór og á eftir í Jónshús og síðast en ekki síst í tívolí. Tívolíið var frábært, þvílíka jólastemningin og ég fór í rússíbana í fyrsta skipti á ævinni. Fyrst fórum við í svona lítinn rússíbana en svo þann stærsta. Þetta var sko afrek því ég er skíthrædd við öll svona tæki núna í seinni tíð enda farin að þjást af lofthræðslu. Í gærkvöldi kíkti ég svo á Ásu vinkonu og Lindu Maríu.

En nú tekur alvaran við aftur. Þarf að undirbúa vörnina sem felst aðallega í því að búa til 5-10 mínútna "fyrirlestur" tengdan ritgerðinni. Veit nokkurn veginn hvað ég ætla að fjalla um svo það ætti ekki að vera of mikið mál. Svo þarf ég auðvitað að fara yfir ritgerðina svona aðeins til upprifjunnar.
Svo er það allt hitt, kaupa jólagjafir því ekki hef ég tíma til þess heima, þrífa, pakka og allt það. Semsagt nóg að gera næstu vikuna, bara rétt rúm vika í heimferð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home