Jæja, ég held ég geti sagt að ég sé orðin slarkfær í dönsku. Það er reyndar ekki seinna vænna svosem þar sem það er aðeins vika í brottför. Fór í klippingu og litun í morgun, skráði mig út úr landinu og fékk mér E-104 vottorð hjá kommúninni, allt á dönsku. Þetta hefði ég ekki getað gert fyrir tveimur árum síðan. Eina var að ég skildi ekki orðið styttur á dönsku en núna veit ég að það er etager.
Best að þrífa aðeins áður en að Skadestuen, a.k.a. Bráðavaktin, byrjar. Allt að gerast í kotinu.
Best að þrífa aðeins áður en að Skadestuen, a.k.a. Bráðavaktin, byrjar. Allt að gerast í kotinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home