laugardagur, desember 17, 2005

Fór í bæinn í morgun og er næstum búin að versla allar jólagjafirnar þetta árið. Keypti líka þægilega skó fyrir kennsluna eftir áramót. Hringdi líka og pantaði mér sæti í rútunni til Köben á miðvikudaginn. Treysti ekki á DSB, liðið gæti gengið út úr lestunum einhvers staðar á leiðinni eins og þeir gerðu í gær. Já, svona er maður nú "paranoid" og rútan er líka næstum helmingi ódýrari sem er ekki verra.
Nú er það bara að halda áfram að þrífa og á morgun er það fyrirlesturinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home