miðvikudagur, desember 21, 2005

Vörninni lokið. Náði að hífa einkunnina upp í 10, þ.e. danska 10, og er bara helv.. ánægð með það. Jamm, maður er farinn að kunna þetta, bulla bara nógu mikið því Danir virðast hrifnir af því. Nú er það bara Köben, flug og svo ströndin og jólin. Ljúft.

Úff, hvað það er gott að þetta er búið.

3 Comments:

Blogger Helga said...

Til hamingju með þetta, frænka mín! Þetta var fínt. Og ég skil að þú sért fegin að þetta skuli vera afstaðið.

Hlakka til að sjá þig um jólin eða alltént fljótlega á nýja árinu.

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með FRÁBÆRAN árangur! :D Þó þú takir sérstaklega fram að þetta sé "dönsk tía" er ég nógu vel að mér í dönskum einkunnum til að vita að það er mjööög gott, álíka og að fá 9-9,5 hér heima! En það er náttúrulega ekki við öðru að búast af þér ;-)

12:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með árangurinn! Þótt seint sé, er búinn að vera fjarri netheimum í dálítinn tíma!

12:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home