sunnudagur, desember 04, 2005

Yfirlestri er að mestu lokið, bara heimildaskráin eftir. Er búin að vera mjög dugleg þessa helgi. Vil hafa nógan tíma til að prenta út og svona vegna þess að ég er ægilega "paranoid" út af biluðum prenturum og öðru slíku veseni sem getur komið upp á ögurstundu. Á reyndar eftir að búa til forsíðu og finna nafn á meistarverkið (meistaverk vísar hér til masterprófsins en ekki til gæða afurðarinnar) og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að nefna afkvæmið. Maður reynir alltaf koma með eitthvað hnyttið og svo lýsandi undirtitil en mér hefur bara ekki dottið neitt í hug. Kannski bara, "Iceland and the EU, no way José. Nei, ég segi svona. Komin "yfirlestrargalsi" í mann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home