þriðjudagur, desember 06, 2005

Sá þetta kitl hjá Helgu frænku og þar sem ég hef ekkert betra að gera...

Ætla:
1. Ég ætla að læra fleiri tungumál
2. Ég ætla að fara í klippingu fljótlega
3. Ég ætla að léttast um slatta af kílóum
4. Ég ætla upp á höfða þegar ég kem heim
5. Ég ætla að eignast barn
6. Ég ætla til Kaupmannahafnar í vikunni
7. Ég ætla að skila ritgerðinni minni á morgun

Get:
1. Ég get lært
2. Ég get munað ótrúlegustu hluti
3. Ég get orðið afskaplega pirruð
4. Ég get horft ótrúlega mikið á sjónvarp
5. Ég get sparað peninga
6. Ég get grátið yfir sjónvarpsauglýsingum
7. Ég get pikkað á lyklaborð án þess að horfa

Get ekki:
1. Ég get ekki borðað lifur
2. Ég get ekki hugsað um blóðtöku án þess að verða óglatt
3. Ég get ekki hætt að naga á mér neglurnar
4. Ég get ekki teiknað
5. Ég get ekki hætt að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum
6. Ég get ekki snert rafmagnsgirðingu
7. Ég get ekki farið í splitt, spíkat eða handahlaup

Hitt kynið:

1. Vitsmunir
2. Þekking á mönnum og málefnum fyrr og nú
3. Geta komið fyrir sig orði
4. Sjálfsöryggi
5. Laus við væmni
6. Snyrtilegur klæðaburður
7. Hugmyndaauðgi

Segi oft:
1. Er það
2. Einmitt
3. Jeg forstår hvis du taler lidt langsomt
4. bara sæmó
5. Æi, Þóra mín.
6. For faen (með ýktum norskum framburði)
7. Hej

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home