Tekið skal fram að ég tók ekki myndina hér að neðan. Stal henni af www.skagastrond.is . Ef einhverjum langar að sjá alvöru snjóamyndir frá "snjóavetrinum mikla" 1995 eru góðar myndir hér. Snjórinn núna er bara smá smjörþefur þótt auminginn ég sé búinn að fá nóg.
föstudagur, mars 31, 2006
fimmtudagur, mars 30, 2006
miðvikudagur, mars 29, 2006
Garg þriðja daginn í röð, þetta er orðið fínt takk. Vil ekki meiri snjó. Nóg komið þegar ég þarf að renna mér niður tveggja-þriggja mannhæðarháan skafl til að komast í bílinn. Við höfum þó ekki þurft að labba en vorum þess viðbúnar í morgun og þess vegna er ég mætt svona snemma í skólann. Vona bara að þetta telji sem páskahret ársins.
Helgin var annars fín. Renndi norður á Akureyri, fór í klippingu sem sannarlega var þörf á og fór með Tanusinn á skauta. Hún var náttúrulega eins og belja á svelli en lét það ekkert aftra sér. Sniðugt að hafa börn gædd þessari náttúru að gefast aldrei upp, sjálfsagt nauðsynlegt fyrir framgang og viðhald mannkyns.
Helgin var annars fín. Renndi norður á Akureyri, fór í klippingu sem sannarlega var þörf á og fór með Tanusinn á skauta. Hún var náttúrulega eins og belja á svelli en lét það ekkert aftra sér. Sniðugt að hafa börn gædd þessari náttúru að gefast aldrei upp, sjálfsagt nauðsynlegt fyrir framgang og viðhald mannkyns.
laugardagur, mars 18, 2006
Sit og skrifa valbókarritgerð í dönsku. Bókin er "De uanstændige" eftir Leif Panduro. Góð bók sem vekur mann til umhugsunar eins og bókmenntir eiga að gera. Er heldur ekkert orðin úreld þótt rúmlega 40 ár séu síðan hún kom út. Keypti hana notaða í Álaborginni góðu á 100 kr. ísl. Er fyrst farin að meta og sakna Álaborgarinnar núna þegar ég veit að ég á tæpast eftir að koma þangað aftur.
Fór á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi í gær. Gaman að koma þarna. Sá veggteppi næstum alveg eins og er upp á vegg hjá ömmu. Náttkjólarnir og nærfötin þarna í gamla daga voru ansi flott. Ekkert verið að sofa í teygðum bolum og náttbuxum.
Sofnaði kl. 7 í gærkvöldi og bara svaf. Rumskaði rúmlega 1 í nótt en þá var lítið annað að gera en að halda áfram að sofa sem ég og gerði. Ótrúlega gott þótt bakið mótmæli nú þessari miklu legu.
Ég er bara ekki að nenna þessari ritgerð.
Fór á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi í gær. Gaman að koma þarna. Sá veggteppi næstum alveg eins og er upp á vegg hjá ömmu. Náttkjólarnir og nærfötin þarna í gamla daga voru ansi flott. Ekkert verið að sofa í teygðum bolum og náttbuxum.
Sofnaði kl. 7 í gærkvöldi og bara svaf. Rumskaði rúmlega 1 í nótt en þá var lítið annað að gera en að halda áfram að sofa sem ég og gerði. Ótrúlega gott þótt bakið mótmæli nú þessari miklu legu.
Ég er bara ekki að nenna þessari ritgerð.
mánudagur, mars 13, 2006
Fín helgi að baki þó lítið hafi farið fyrir lærdómi þrátt fyrir fögur fyrirheit. Birna og fjölskylda komu um helgina en á þeim bænum hefur fjölgað, tíkin Píla hefur bæst við. Tanja tekur hlutverk sitt sem uppalanda mjög alvarlega og reynir að ráðgast með tíkina en mér sýnist Píla ekki taka skipanir hennar jafn alvarlega enda svosem ekki mikill stærðarmunur á þeim stöllum.
Fór á kvennakvöld á hótelinu á laugardagskvöldið í föngulegum hópi kennslukvenna og skemmti mér ágætlega. Að vísu fannst mér ekki mikið varið í veislustjórnina. Þar var að verki einhver sem kallar sig fílinn eða loðfílinn ef ég man rétt. Nú er ég svo sem engin tepra að ég held en klámkjafturinn á manninum var mér ekki að skapi. Allt í lagi að gera grín af kynlífi enda er það hluti lífsins en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Maðurinn gerði ekki annað en að segja mis ruddalega kynlífs eða klám brandara utan 2-3 Jesú brandara sem fengu að fljóta með. Sjálfsagt hafa þeir líka þótt nokkuð ruddalegir í eyrum trúaðra. Þetta er sjálfsagt dæmi um "hinn nýja húmor" versus þá gamla þorrablóts og spaugstofuhúmorinn. Semsagt ekki minn kaffibolli þótt þetta gamla sé á stundum dálítið þreytt.
Ætti ég að fara að fjárfesta í dollurum fyrir Bostonferðina í sumar áður en gengið fellur enn frekar?
Fór á kvennakvöld á hótelinu á laugardagskvöldið í föngulegum hópi kennslukvenna og skemmti mér ágætlega. Að vísu fannst mér ekki mikið varið í veislustjórnina. Þar var að verki einhver sem kallar sig fílinn eða loðfílinn ef ég man rétt. Nú er ég svo sem engin tepra að ég held en klámkjafturinn á manninum var mér ekki að skapi. Allt í lagi að gera grín af kynlífi enda er það hluti lífsins en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Maðurinn gerði ekki annað en að segja mis ruddalega kynlífs eða klám brandara utan 2-3 Jesú brandara sem fengu að fljóta með. Sjálfsagt hafa þeir líka þótt nokkuð ruddalegir í eyrum trúaðra. Þetta er sjálfsagt dæmi um "hinn nýja húmor" versus þá gamla þorrablóts og spaugstofuhúmorinn. Semsagt ekki minn kaffibolli þótt þetta gamla sé á stundum dálítið þreytt.
Ætti ég að fara að fjárfesta í dollurum fyrir Bostonferðina í sumar áður en gengið fellur enn frekar?
þriðjudagur, mars 07, 2006
Tíminn flýgur, finnst ég hafa skrifað hérna síðast í gær. Nóg að gera eins og venjulega, var að klára vikuskammtinn í dönskunni og svo er það franskan á morgun.
Skellti mér á skíði í Skagafirðinum á föstudaginn eftir vinnu, þurfti smá upplyftingu eftir erfiða daga í vinnunni. Verð í hvert skiptið jafn hissa á því hvað mér finnst þetta ofsalega gaman. Og svo er ég búin að prjóna eitt stk. ullarsokk alveg sjálf. Já, áhugamálin hlaðast bara upp þessa dagana.
Skellti mér á skíði í Skagafirðinum á föstudaginn eftir vinnu, þurfti smá upplyftingu eftir erfiða daga í vinnunni. Verð í hvert skiptið jafn hissa á því hvað mér finnst þetta ofsalega gaman. Og svo er ég búin að prjóna eitt stk. ullarsokk alveg sjálf. Já, áhugamálin hlaðast bara upp þessa dagana.