miðvikudagur, mars 29, 2006

Garg þriðja daginn í röð, þetta er orðið fínt takk. Vil ekki meiri snjó. Nóg komið þegar ég þarf að renna mér niður tveggja-þriggja mannhæðarháan skafl til að komast í bílinn. Við höfum þó ekki þurft að labba en vorum þess viðbúnar í morgun og þess vegna er ég mætt svona snemma í skólann. Vona bara að þetta telji sem páskahret ársins.

Helgin var annars fín. Renndi norður á Akureyri, fór í klippingu sem sannarlega var þörf á og fór með Tanusinn á skauta. Hún var náttúrulega eins og belja á svelli en lét það ekkert aftra sér. Sniðugt að hafa börn gædd þessari náttúru að gefast aldrei upp, sjálfsagt nauðsynlegt fyrir framgang og viðhald mannkyns.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home