laugardagur, mars 18, 2006

Sit og skrifa valbókarritgerð í dönsku. Bókin er "De uanstændige" eftir Leif Panduro. Góð bók sem vekur mann til umhugsunar eins og bókmenntir eiga að gera. Er heldur ekkert orðin úreld þótt rúmlega 40 ár séu síðan hún kom út. Keypti hana notaða í Álaborginni góðu á 100 kr. ísl. Er fyrst farin að meta og sakna Álaborgarinnar núna þegar ég veit að ég á tæpast eftir að koma þangað aftur.

Fór á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi í gær. Gaman að koma þarna. Sá veggteppi næstum alveg eins og er upp á vegg hjá ömmu. Náttkjólarnir og nærfötin þarna í gamla daga voru ansi flott. Ekkert verið að sofa í teygðum bolum og náttbuxum.

Sofnaði kl. 7 í gærkvöldi og bara svaf. Rumskaði rúmlega 1 í nótt en þá var lítið annað að gera en að halda áfram að sofa sem ég og gerði. Ótrúlega gott þótt bakið mótmæli nú þessari miklu legu.

Ég er bara ekki að nenna þessari ritgerð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home