þriðjudagur, mars 07, 2006

Tíminn flýgur, finnst ég hafa skrifað hérna síðast í gær. Nóg að gera eins og venjulega, var að klára vikuskammtinn í dönskunni og svo er það franskan á morgun.

Skellti mér á skíði í Skagafirðinum á föstudaginn eftir vinnu, þurfti smá upplyftingu eftir erfiða daga í vinnunni. Verð í hvert skiptið jafn hissa á því hvað mér finnst þetta ofsalega gaman. Og svo er ég búin að prjóna eitt stk. ullarsokk alveg sjálf. Já, áhugamálin hlaðast bara upp þessa dagana.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrst það gengur svona vel í prjónaskapnum þá vildi ég leggja inn pöntun um eina peysu eða svo. Hún þarf ekkert að vera svakalega stór, bara svona þannig að hún passi. Svo er ég líka með litla fætur svo þú ert kannski bara sneggri að prjóna á mig sokka en þig, þú stórfætta undur. Væri ekki gott ef allir væru með litla fætur. Kannski ekki fyrir ullarbisnessinn en alla hina og rollurnar auðvitað.

11:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home