Fór á ættarmót á laugardaginn í móðurfjölskyldunni hérna upp í skíðaskála. Fengum frábært veður. Spratt úr spori í Yfir og við, nokkrir ungir heimamenn, fórum í Hrafnánna að busla. Kvöldið endaði svo með bjór í Kántrýbæ með nokkrum ættingjum. Semsagt vel heppnað í alla staði. Næst er það svo versló, fljótt að líða þetta sumar.
mánudagur, júlí 25, 2005
sunnudagur, júlí 17, 2005
Helgin búin og góða veðrið líka virðist vera. Fengum nokkra góða daga, sérstaklega fimmtudag og föstudag og var sólarvörn meira að segja brúkuð. En nú er þungt yfir og rok og á víst að vera þannig allavega á morgun. Tanusinn hefur líka yfirgefið okkur en hún var búin að vera í viku. Það gefst því gott tóm til lestrar núna í vikunni.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Mér telst svo til að ég sé nú búin að lesa 55 ræður þingmanna, 4 nefndarálit og 2 þingsályktunartillögur. Í tengslum við þetta hef ég svo lesið mér til um ófáa þingmenn bæði þá sem fluttu ræður þarna árið 1992 og þá sem þeir nefna og vitna til í ræðum sínum. Það er bara nauðsynlegt fyrir allt samhengi að vita hvenær menn eins og Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson dóu. Er því orðin mun fróðari um þingmenn þá er sátu á þingi fyrir rúmum 10 árum síðan, ætt þeirra, uppruna og skyldleika þeirra hvern við annan.
Athyglisvert hversu margir þáverandi þingmenn höfðu stúdentspróf frá MA og náttúrulega MR. Án þess ég hafi kannað það sérstaklega held ég að hlutfall MA-inga á þingi hafi lækkað síðan þá en hlutfall MR-inga hækkað ef eitthvað er. Eðlileg getgáta svosem í ljósi kjördæmabreytinga á síðustu ára.
Sjálfstæðismaðurinn Eggert Haukdal vermir nú efsta sætið í keppninni um þjóðernissinnuðustu ræðuna.
Athyglisvert hversu margir þáverandi þingmenn höfðu stúdentspróf frá MA og náttúrulega MR. Án þess ég hafi kannað það sérstaklega held ég að hlutfall MA-inga á þingi hafi lækkað síðan þá en hlutfall MR-inga hækkað ef eitthvað er. Eðlileg getgáta svosem í ljósi kjördæmabreytinga á síðustu ára.
Sjálfstæðismaðurinn Eggert Haukdal vermir nú efsta sætið í keppninni um þjóðernissinnuðustu ræðuna.
mánudagur, júlí 11, 2005
Það er 27 stiga hiti í Álaborginni núna og 30 stig í Osló. Á ströndinni er ca. 12 stiga hiti og rigning. Jamm, þetta er eitthvað annað en síðasta sumar þegar hitinn fór ítrekað upp í og upp fyrir 20 stigin hér og allt var að þorna upp. Það er þó allavega ekki rok í dag eins og síðustu daga og það er auðvelt að sitja inni og lesa. Alltaf að horfa á björtu hliðarnar.
sunnudagur, júlí 03, 2005
Allt að verða tilbúið fyrir brottför. Munur að taka lestina ferskur og geta tékkað sig inn um leið og komið er á Kastrup. Verð komin á klakann rétt fyrir 11 á staðartíma. Ég á nú eftir að sakna góða veðursins en vonandi fær maður einhvern smá skammt heima núna í júlí og ágúst.
föstudagur, júlí 01, 2005
Útskriftarveisla hjá Þórunni í kvöld. Hitti foreldra hennar, bróður og mágkonu. Ég og Greg ásamt Þórunni og Helga kíktum síðan í götuna. Ég er skelfilega lélegur salsadansari komst ég að, kom svosem ekki mjög á óvart.
Á að öllum líkindum ekki eftir að hitta þau Þórunni og Helga aftur hér í Áló. Næst verður það væntanlega í Köben. Svoldið skrítið og dáldið sorglegt, nú er bara um að gera að halda sambandi.
Á að öllum líkindum ekki eftir að hitta þau Þórunni og Helga aftur hér í Áló. Næst verður það væntanlega í Köben. Svoldið skrítið og dáldið sorglegt, nú er bara um að gera að halda sambandi.