mánudagur, júlí 11, 2005

Það er 27 stiga hiti í Álaborginni núna og 30 stig í Osló. Á ströndinni er ca. 12 stiga hiti og rigning. Jamm, þetta er eitthvað annað en síðasta sumar þegar hitinn fór ítrekað upp í og upp fyrir 20 stigin hér og allt var að þorna upp. Það er þó allavega ekki rok í dag eins og síðustu daga og það er auðvelt að sitja inni og lesa. Alltaf að horfa á björtu hliðarnar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jámm, næstum eiginlega of heitt í álaborginni núna. Vertu fegin að vera á íslandi að læra, það er ekki séns að geta hugsað eitthvað gáfulegt í þessum hita - og þar að auki er allt gert með einni hendi, því maður er með sunlolly klaka í hinni :p

10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home