miðvikudagur, júlí 13, 2005

Mér telst svo til að ég sé nú búin að lesa 55 ræður þingmanna, 4 nefndarálit og 2 þingsályktunartillögur. Í tengslum við þetta hef ég svo lesið mér til um ófáa þingmenn bæði þá sem fluttu ræður þarna árið 1992 og þá sem þeir nefna og vitna til í ræðum sínum. Það er bara nauðsynlegt fyrir allt samhengi að vita hvenær menn eins og Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson dóu. Er því orðin mun fróðari um þingmenn þá er sátu á þingi fyrir rúmum 10 árum síðan, ætt þeirra, uppruna og skyldleika þeirra hvern við annan.
Athyglisvert hversu margir þáverandi þingmenn höfðu stúdentspróf frá MA og náttúrulega MR. Án þess ég hafi kannað það sérstaklega held ég að hlutfall MA-inga á þingi hafi lækkað síðan þá en hlutfall MR-inga hækkað ef eitthvað er. Eðlileg getgáta svosem í ljósi kjördæmabreytinga á síðustu ára.

Sjálfstæðismaðurinn Eggert Haukdal vermir nú efsta sætið í keppninni um þjóðernissinnuðustu ræðuna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home