þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ætli þetta sé komið í lag núna?

sunnudagur, apríl 18, 2004

Veit ekki hva í fjandanum er að gerast með þetta blogger drasl.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Hvað er eiginlega í gangi?
Rebecca Loos er að verða Monica Lewinsky þeirra Breta.
Allir virðast vera annað hvort óléttir eða á leið í hjónaband. Til hamingju Bjarkey, enn fjölgar í gjé-inu. Ég er eitthvað seinþroska held ég, hef bara nýlega gert það upp við mig að ég vilji yfirleitt einhvern tímann eignast barn og hef ekki en tekið afstöðu til hjónabands.

Krummi frændi dó í gær. Ég ætlaði að skrifa eitthvað meira um það hér en það tókst ekki. Finnst þetta einhvern veginn ekki vera rétti vettvangurinn.
Búin að setja inn gestabók þannig að ef einhver álpast hérna inn er hægt að kvitta fyrir sig.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Nafnið mitt
Ef ég eignast einhvern tímann dóttur þá verður fyrsti stafurinn í hennar nafni ekki Þ. Það er bölvað vesen nefnilega að heita Þóra í útlöndum. Fjórar útgáfur af nafninu mínu hafa verið í gangi síðan ég hélt út Danmerkur, Tora, Thora, Dora og Pora. Tora er það sem ég nota yfirleitt, ég er farin meira að segja farin að kynna mig þannig fremur en að nota Þ. Th-ið segi ég svo ef fólki er voða mikið í mun að komast sem næst því að segja nafnið rétt. En ég sé engan tilgang í því að nota það, ég heiti fjögura stafa nafni og ég er ekki amerísk. Dora er nafn sem bæði skólinn og húsnæðisfélagið gáfu mér áður en ég kom út. Það stóð í bréfinu sem ég fékk um að ég hefði komist inn í skólann og það stendur á póstkassanum mínum. Mér er einn að verst við þetta því Dóra er náttúrulega þekkt nafn í íslensku og ég heiti bara alls ekki Dóra. Auk þess hef ég aldrei verið sérstaklega hrifin af þessu nafni. Þeir þarna úti virðast hafa bara skellt næsta þekkta nafni á mig fyrst þeir könnuðust ekki við Þóru nafnið. Pora hljómar náttúrulega hræðilega en það er allavega viðleitni, sá stafur sem er líkastur þ-inu á dönsku lyklaborði.
Annað tengt nafninu mínu sem þessi flutningur hefur haft í för með sér að nú er ég yfirleitt fyrst á blaði hjá skrifstofunni yfir nemendurna í deildinni. Þeir fara náttúrulega eftir seinni nöfnum og Agustsdottir er því mjög framarlega. Þetta er algjör viðsnúningur því ég hef alltaf verið mjög aftarlega í stafrófinu og oft aftast. Þó hefur komið fyrir að Á-ið er gert að bollu A-i en ekki oft þó.
Ó, sei, sei, já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í útlandinu.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Þetta er sjúkt. Engin sykur á morgun, er búin að borða viðurstyggilega mikið í dag og reyndar alla síðustu viku. Finn alveg hvernig líkaminn emjar á mig vegna þessarar misnotkunar, gífurlegt ofát og lítil hreyfing. Líkaminn er farin að kalla á land hollustu og hreyfingar, Danmörku.

En að öðru. Það er fyndið að sjá hvað það er mikil gúrkutíð hjá íslenskum fjölmiðlum. Í gær var nokkura mínútna "frétt" um fjölskyldu sem flutti frá Kópavoginum í sæluna í Hveragerði. Þau lýstu því hvernig þetta hafði breytt lífi þeirra og hvað þetta væri á allan hátt frábært. En er það virkilega frétt að einhver kjósi að flytja út á land frá sjálfu höfuðborgarsvæðinu? Kannski er það orðið það núna en þau fóru nú ekki langt, bara í Hveragerði. Fyndnast fannst mér samt þegar fjölskyldufaðirinn sagði að einhver vinur sinn hefði "sagt honum frá" Hveragerði. Vissi hann þá ekki að Hveragerði? Eða vissi hann ekki að það væri hægt að búa þar? Eða hvað? Svo var það líka í lok fréttarinnar sem fréttamaðurinn spurði hvort það væru virkilega engin umferðaljós í bænum. Ég vona að þetta hafi verið djók en það virtist samt ekkert vera það. Auðvitað eru ekki umferðarljós í tæplega 2 þúsund manna bæjarfélagi.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Vá ekkert bloggað síðan á föstudaginn, það er greinilegt að ég er komin heim á Fróna. Sit hér í námstofunni og er að læra. Ó já, já það dugar ekkert að verða latur þótt að maður fari heim. Annar morguninn í röð sem ég vakna klukkan átta og dríf mig hingað ásamt systur minni elskulegri. Annars er þetta búið að vera mjög fínt hingað til þótt að það sé að vísu ansi kalt hérna. Verst bara hvað maður dettur í mikið át þegar komið er til landisins. Ég ætla samt ekki að bæta á jafn mörgum kílóum og síðast, takk fyrir.

Tanja Kristín gúderaði mig bara strax, var komin í fangið á mér tveimur mínútum eftir að ég kom. Hún spurði mig hvar flugvélin mín væri. Mjög rökrétt í sjálfu sér, þegar ég átti heima í Reykjavík kom ég alltaf á bíl sem stóð svo fyrir utan húsið á meðan á dvölinni stóð. Nú á ég heima í Danmörku og henni var sagt að ég kæmi með flugvél svo hvar er þá flugvélin mín? Þetta er reyndar alveg rétt hjá henni, ef heimurinn meikaði sens þá ætti ég náttúrulega einkaþotu og væri búin að leggja flugvöll á ströndinni. Ekkert Kaupmannahafnar-Keflavíkur vesen.

föstudagur, apríl 02, 2004

Jæja, þá er ég tilbúin fyrir Íslandsförina. Nú er bara að bíða eftir brottfarartíma. Löng ferð framundan en það góða er að ég þarf ekki að gista í borg óttans heldur ætlar systir mín elskuleg að sækja svínið. Í staðinn fer ég sjálfviljug og með glöðu geði með henni í svosem eins og eina eða tvær húsgagnabúðir. Ó, já, já.
Búin að vera svaka dugleg að versla í dag. Keypti buxur og boli og líka barnaföt. Nú á ég "bara" eftir þrífa og pakka niður. Verst að ég er alls ekki að nenna því.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Mjøg prodøktiv morgun so far. Buin ad skrifa eitt stk. internship application letter, eda breyta tvi sidasta rettara sagt og buin ad downloada Automatic for the People med REM. Tad tok reyndar bara um tad bil minutu alls her a bokasafninu tar Internettengingin er almennileg. Eg atti tennan disk einu sinni en tyndi honum. Hlustadi mikid a hann svona um 15 ara aldurinn tegar allt var erfitt og ruglingslegt. Nu er tad bara erfitt :)