þriðjudagur, apríl 06, 2004

Vá ekkert bloggað síðan á föstudaginn, það er greinilegt að ég er komin heim á Fróna. Sit hér í námstofunni og er að læra. Ó já, já það dugar ekkert að verða latur þótt að maður fari heim. Annar morguninn í röð sem ég vakna klukkan átta og dríf mig hingað ásamt systur minni elskulegri. Annars er þetta búið að vera mjög fínt hingað til þótt að það sé að vísu ansi kalt hérna. Verst bara hvað maður dettur í mikið át þegar komið er til landisins. Ég ætla samt ekki að bæta á jafn mörgum kílóum og síðast, takk fyrir.

Tanja Kristín gúderaði mig bara strax, var komin í fangið á mér tveimur mínútum eftir að ég kom. Hún spurði mig hvar flugvélin mín væri. Mjög rökrétt í sjálfu sér, þegar ég átti heima í Reykjavík kom ég alltaf á bíl sem stóð svo fyrir utan húsið á meðan á dvölinni stóð. Nú á ég heima í Danmörku og henni var sagt að ég kæmi með flugvél svo hvar er þá flugvélin mín? Þetta er reyndar alveg rétt hjá henni, ef heimurinn meikaði sens þá ætti ég náttúrulega einkaþotu og væri búin að leggja flugvöll á ströndinni. Ekkert Kaupmannahafnar-Keflavíkur vesen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home