sunnudagur, apríl 11, 2004

Þetta er sjúkt. Engin sykur á morgun, er búin að borða viðurstyggilega mikið í dag og reyndar alla síðustu viku. Finn alveg hvernig líkaminn emjar á mig vegna þessarar misnotkunar, gífurlegt ofát og lítil hreyfing. Líkaminn er farin að kalla á land hollustu og hreyfingar, Danmörku.

En að öðru. Það er fyndið að sjá hvað það er mikil gúrkutíð hjá íslenskum fjölmiðlum. Í gær var nokkura mínútna "frétt" um fjölskyldu sem flutti frá Kópavoginum í sæluna í Hveragerði. Þau lýstu því hvernig þetta hafði breytt lífi þeirra og hvað þetta væri á allan hátt frábært. En er það virkilega frétt að einhver kjósi að flytja út á land frá sjálfu höfuðborgarsvæðinu? Kannski er það orðið það núna en þau fóru nú ekki langt, bara í Hveragerði. Fyndnast fannst mér samt þegar fjölskyldufaðirinn sagði að einhver vinur sinn hefði "sagt honum frá" Hveragerði. Vissi hann þá ekki að Hveragerði? Eða vissi hann ekki að það væri hægt að búa þar? Eða hvað? Svo var það líka í lok fréttarinnar sem fréttamaðurinn spurði hvort það væru virkilega engin umferðaljós í bænum. Ég vona að þetta hafi verið djók en það virtist samt ekkert vera það. Auðvitað eru ekki umferðarljós í tæplega 2 þúsund manna bæjarfélagi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home