mánudagur, júní 30, 2003
Fór í brúðkaup á laugardaginn, afskaplega fínt og fallegt. Einhvern hafði ég fengið þá hugmynd að þetta ætti að vera lítið brúðkaup en þarna voru um 150 manns þannig að líklegast hef ég miskilið eitthvað. Daginn eftir þegar ég talaði við eina vinkonu mína og hún var að spyrja mig út í brúðkaupið spurði hún hvort ég hefði tárast við athöfnina. Ha, var svarið hjá mér, ég hélt nefnilega að það gerðist bara í amerískum bíómyndum. Ég tárast ekki við brúðkaup. Ég grenja úr mér augun á jarðarförum og yfir sorglegum bíómyndum og jafnvel sorglegum lögum (það hefur að vísu ekki oft gerst). Það þarf semsagt einhver sorg, raunveruleg eða ímynduð, að vera fyrir hendi. Og ég hef ekki enn verið viðstödd sorglegt brúðkaup.
fimmtudagur, júní 26, 2003
Veðrið er æðislegt. Vonandi verður það svona á morgun líka því þá er ég í fríi. Þá væri nú tilvalið að leggjast út í garð og lesa duldið í Theory and Methods. Svo er það brúðkaup á laugardaginn hjá Þóru og Danna sem eru notabene líka að flytja til Danmerkur.
Ég ætlaði reyndar að taka mér frí um síðustu helgi en það tókst ekki alveg því Hildur vinkona hringdi og stakk upp á djammi á laugardagskvöldið. Og það er náttúrulega engan veginn hægt að hafna slíku boði. En allavega þetta var fínt og m.a. hittum við strák sem við kynntumst á Spáni fyrir heilum 4 árum síðan og ég var soldið skotin í. Það er alltaf "gott" að sjá að sumir hlutir breytast ekki. Hann er alltaf alveg eins, virðist lifa fyrir djammið, hagar sér eins og fífl og er á leið til Benidorm í sumar en maðurinn er orðinn þrítugur. Mikið er ég samt fegin að ég hef ekki staðnað svona.
Ég ætlaði reyndar að taka mér frí um síðustu helgi en það tókst ekki alveg því Hildur vinkona hringdi og stakk upp á djammi á laugardagskvöldið. Og það er náttúrulega engan veginn hægt að hafna slíku boði. En allavega þetta var fínt og m.a. hittum við strák sem við kynntumst á Spáni fyrir heilum 4 árum síðan og ég var soldið skotin í. Það er alltaf "gott" að sjá að sumir hlutir breytast ekki. Hann er alltaf alveg eins, virðist lifa fyrir djammið, hagar sér eins og fífl og er á leið til Benidorm í sumar en maðurinn er orðinn þrítugur. Mikið er ég samt fegin að ég hef ekki staðnað svona.
Lítið búið að vera um blogg undanfarið. Lenti í smá krísu sem ég vildi ekki tjá mig um á þessum vettvangi svo ég sleppti þessu bara alveg. En nú er það mál leyst og komin betri tíð með sól í sinni.
Ég er byrjuð að lesa bækurnar sem ég á að lesa fyrir skólann, þ.e. eina þeirra. "Theory and methods in political science" er nú ekkert að gera stormandi lukku en ég þvælist í gegnum þetta. Þetta er einhver grunnbók í stjórnmálafræði um þurrar kenningar sem ég verð víst að lesa þar sem ég tók enga stjórnmálafræði í BA. Annars er ég búin að panta far til Kaupamannahafnar í haust, brottför er áætluð fimmtudaginn 28. ágúst kl. 7:30. Húsnæðismálin virðast líka að vera ganga upp, ég er númer 3 á einum biðlista og aðeins neðar á nokkrum. Þetta er því að verða ansi raunverulegt.
Ég er byrjuð að lesa bækurnar sem ég á að lesa fyrir skólann, þ.e. eina þeirra. "Theory and methods in political science" er nú ekkert að gera stormandi lukku en ég þvælist í gegnum þetta. Þetta er einhver grunnbók í stjórnmálafræði um þurrar kenningar sem ég verð víst að lesa þar sem ég tók enga stjórnmálafræði í BA. Annars er ég búin að panta far til Kaupamannahafnar í haust, brottför er áætluð fimmtudaginn 28. ágúst kl. 7:30. Húsnæðismálin virðast líka að vera ganga upp, ég er númer 3 á einum biðlista og aðeins neðar á nokkrum. Þetta er því að verða ansi raunverulegt.
laugardagur, júní 14, 2003
Það er alltaf gaman að heyra nöfn sem maður hefur aldrei heyrt áður. Nafn dagsins í dag er Steinmóður. Ekki spurning, sonur minn á að heita Steinmóður og dóttirin Erlendsína.
föstudagur, júní 13, 2003
American Idol er ekki svo gott sjónvarpsefni. Lögin sem þau taka eru öll eins og eiga það m.a. sameiginlegt að vera flest hundleiðinleg. Simon er samt er svoldið skondinn þótt mesti vindurinn sé úr honum svona seint í keppninni.
Föstudagskvöld og ég er að vinna. Það er ekki alveg að virka að byrja að vinna kl. 17 á föstudegi og vinna til 1 eftir miðnætti. Sérstaklega þegar ég veit að í kvöld verður partý norður á Akureyri á Gránufélagsgötunni hjá gamla g-inu þar sem væri svo miklu skemmtilegra að vera. Ohhh en ég fer þó norður á sunnudaginn og hitti krakkana smá. Það gæti verið verra.
fimmtudagur, júní 12, 2003
"You have been admitted..." Mamma hringdi í mig rétt fyrir 17 í dag og sagði að bréf hefði borist til mín frá Álaborg. Ég gat náttúrulega ekki beðið og bað hana um að opna bréfið í snarhasti sem hún og gerði. Þannig að biðinni er lokið, ég er að öllum líkindum á leið til Danmerkur í haust. Nú er bara að finna húsnæði. Annars er mamma búin að vera að lesa þetta eitthvað sem fékk frá þeim og hún gat ekki betur skilið en ég ætti að lesa einhverjar þrjár bækur áður en sjálft námið hefst. Aldrei hefur mér verið sett fyrir áður skólinn byrjar en ég hef svo sem aldrei áður farið í nám á MA stigi. En þetta kemur betur í ljós á morgun þegar ég fæ bréfið í hendurnar.
þriðjudagur, júní 10, 2003
Hum. Kúnni sagði við mig "þakka þér fyrir vinur". Þetta hefur ekki gerst áður. Ég verð greinilega reyna að vera kvenlegri.
Ég er að kafna úr fýlu í dag. Dagurinn byrjaði reyndar ágætlega, svaf út og svona, en svo snarversnaði hann. Birna systir hringdi um hálf tvö og spurði hvernig ég væri að vinna í dag því hún væri að pæla í að skreppa suður. Ég átti að vera vinna 9-18 en skipti sökum einstakrar góðmennsku minnar og mannkærleika og er að vinna 14-23. Þannig að í stað þess að vera búin hér kl. 18 og eyða restinni af deginum með systur minni og systurdóttur, sit ég hér í fýlu dauðans. Og það er líka gott verður úti. Djöfulsins, andskotans, helvítis. Já, ég bölva bara ef mér sýnist. Hvað læri ég svo af þessu? Ekki sýna af mér góðmennsku nema öruggt sé að það komi mér ekki illa.
mánudagur, júní 09, 2003
Dauði og djöfull. Er búin að sitja hér í vinnunni í allan dag að gera lítið sem ekki neitt. Kom sér reyndar ágætlega í morgun þar sem ég var alveg svakalega syfjuð og gat dottað svoldið. Ég ætti nú kannski ekki að vera segja frá þessu merki um leti mína og ómennsku en hvað um það. Í kvöld er svo planið að fara í bíó, ætli Matrix verði ekki fyrir valinu.
sunnudagur, júní 08, 2003
Í gærkvöldi héldum við smá teiti heima í tilefni af því að Ása vinkona flytur til Danmerkur eftir viku. Þetta var fínt nema að heiðursgesturinn Ása fékk skyndilega í magann og komst ekki með. Það er nú reyndar að verða komið nóg af djammi. Venjulega fer ég út svona eina helgi í mánuði en núna er það öfugt, ég hef verið heima eina helgi. Næstu helgi er reyndar djamm fyrir norðan eða á mánudeginum en markmiðið er að gera ekki neitt helgina eftir það.
En allavega, núna sit ég hér hálfþunn að taka aukavakt en ég átti ekki að vera vinna í dag. Veit ekki alveg hvað ég var að pæla. En stórhátíðarkaupið er ágætt.
En allavega, núna sit ég hér hálfþunn að taka aukavakt en ég átti ekki að vera vinna í dag. Veit ekki alveg hvað ég var að pæla. En stórhátíðarkaupið er ágætt.
föstudagur, júní 06, 2003
fimmtudagur, júní 05, 2003
Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að keyra bíl. Ekki bætir það nú úr skák þegar maður er einn á langferð. Verstir eru þó allir vitleysingjarnir sem fá að leika lausum hala á þjóðvegum landsins. Rauður Volkswagen með tjaldvagn tók fram úr mér á leið upp blindhæð í Hrútafirðinum, hvítur bíll tók fram úr mér og öðrum í svartaþoku á Holtavörðuheiðinni. Fleiri orð eru ekki þörf.
Jæja þá er maður komin aftur í þéttbýlíð, sad but true. Heimferðin fór framúr björtustu vonum. Frábært verður á sjómannadaginn og stuð niðri á bryggju. Um kvöldið var svo steðjað á ball með Geirmundi í félagsheimilinu Fellsborg. Það eru 3-4 ár síðan ég fór síðast á ball þarna heima og til að byrja með var ég hálfgerður álfur út á hól. Allir dansandi ungir sem aldnir og allir með kippu í hvítum kaupfélagspoka. En svo kom þetta og skemmti mér fáranlega vel. Meðal annars talaði ég heillengi við fyrrverandi vinnuveitenda minn en hún var þarna ásamt manni sínum og dóttur sem ég passaði á mínum yngri árum. Hún má náttúrulega fara á böll og búin að mega það í nokkur ár enda fædd 1985. Úff hrukkurnar dýpka enn.
Mánudagurinn hófst síðan með þynnku dauðans, ég sett m.a. met í verkjutöfluáti og lagnir á baðherbergi foreldra minna stífluðust vegna ítrekaðra uppkasta minna. Það var kominn tími á að foreldrar mínir þyrftu að hafa eitthvað fyrir mér. Þriðjudagur og miðvikudagur fóru svo í afslöppun. Gott að það er fimmtudagur í dag og stutt í helgarfrí því annars myndu viðbrigðin verða of mikil.
Mánudagurinn hófst síðan með þynnku dauðans, ég sett m.a. met í verkjutöfluáti og lagnir á baðherbergi foreldra minna stífluðust vegna ítrekaðra uppkasta minna. Það var kominn tími á að foreldrar mínir þyrftu að hafa eitthvað fyrir mér. Þriðjudagur og miðvikudagur fóru svo í afslöppun. Gott að það er fimmtudagur í dag og stutt í helgarfrí því annars myndu viðbrigðin verða of mikil.