Ég er að kafna úr fýlu í dag. Dagurinn byrjaði reyndar ágætlega, svaf út og svona, en svo snarversnaði hann. Birna systir hringdi um hálf tvö og spurði hvernig ég væri að vinna í dag því hún væri að pæla í að skreppa suður. Ég átti að vera vinna 9-18 en skipti sökum einstakrar góðmennsku minnar og mannkærleika og er að vinna 14-23. Þannig að í stað þess að vera búin hér kl. 18 og eyða restinni af deginum með systur minni og systurdóttur, sit ég hér í fýlu dauðans. Og það er líka gott verður úti. Djöfulsins, andskotans, helvítis. Já, ég bölva bara ef mér sýnist. Hvað læri ég svo af þessu? Ekki sýna af mér góðmennsku nema öruggt sé að það komi mér ekki illa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home