Jæja þá er maður komin aftur í þéttbýlíð, sad but true. Heimferðin fór framúr björtustu vonum. Frábært verður á sjómannadaginn og stuð niðri á bryggju. Um kvöldið var svo steðjað á ball með Geirmundi í félagsheimilinu Fellsborg. Það eru 3-4 ár síðan ég fór síðast á ball þarna heima og til að byrja með var ég hálfgerður álfur út á hól. Allir dansandi ungir sem aldnir og allir með kippu í hvítum kaupfélagspoka. En svo kom þetta og skemmti mér fáranlega vel. Meðal annars talaði ég heillengi við fyrrverandi vinnuveitenda minn en hún var þarna ásamt manni sínum og dóttur sem ég passaði á mínum yngri árum. Hún má náttúrulega fara á böll og búin að mega það í nokkur ár enda fædd 1985. Úff hrukkurnar dýpka enn.
Mánudagurinn hófst síðan með þynnku dauðans, ég sett m.a. met í verkjutöfluáti og lagnir á baðherbergi foreldra minna stífluðust vegna ítrekaðra uppkasta minna. Það var kominn tími á að foreldrar mínir þyrftu að hafa eitthvað fyrir mér. Þriðjudagur og miðvikudagur fóru svo í afslöppun. Gott að það er fimmtudagur í dag og stutt í helgarfrí því annars myndu viðbrigðin verða of mikil.
Mánudagurinn hófst síðan með þynnku dauðans, ég sett m.a. met í verkjutöfluáti og lagnir á baðherbergi foreldra minna stífluðust vegna ítrekaðra uppkasta minna. Það var kominn tími á að foreldrar mínir þyrftu að hafa eitthvað fyrir mér. Þriðjudagur og miðvikudagur fóru svo í afslöppun. Gott að það er fimmtudagur í dag og stutt í helgarfrí því annars myndu viðbrigðin verða of mikil.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home