mánudagur, júní 30, 2003

Fór í brúðkaup á laugardaginn, afskaplega fínt og fallegt. Einhvern hafði ég fengið þá hugmynd að þetta ætti að vera lítið brúðkaup en þarna voru um 150 manns þannig að líklegast hef ég miskilið eitthvað. Daginn eftir þegar ég talaði við eina vinkonu mína og hún var að spyrja mig út í brúðkaupið spurði hún hvort ég hefði tárast við athöfnina. Ha, var svarið hjá mér, ég hélt nefnilega að það gerðist bara í amerískum bíómyndum. Ég tárast ekki við brúðkaup. Ég grenja úr mér augun á jarðarförum og yfir sorglegum bíómyndum og jafnvel sorglegum lögum (það hefur að vísu ekki oft gerst). Það þarf semsagt einhver sorg, raunveruleg eða ímynduð, að vera fyrir hendi. Og ég hef ekki enn verið viðstödd sorglegt brúðkaup.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home