Hef nú gerst Breiðhyltingur, flutt til byggða úr kuldanum og trekkinum í Grafarholtinu. Það er leiðinlegt að flytja, bara alltof mikið vesen fyrir minn smekk. Er líka orðin stoltur ísskápseigandi. Hann heitir Gram og er útlitsgallaður og sómir sér vel í ört stækkandi hópi rafmagnstækja í minni eigu. Hópurinn samanstendur semsagt af ísskápnum góða og sjónvarpinu sem ég keypti mér þegar ég bjó hjá Helgu frænku í Kvisthaganum.
Líkar ágætlega í nýju vinnunni. Er enn náttúrulega að komast inn í hlutina og er ekki einu sinni komin með mail.
Líkar ágætlega í nýju vinnunni. Er enn náttúrulega að komast inn í hlutina og er ekki einu sinni komin með mail.