mánudagur, október 02, 2006

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað nýfædd börn eru lítil eitthvað og hvað þau gera afskaplega lítið. Og hvað það, þrátt fyrir þetta, er afskaplega gaman að horfa á þau og handfjatla þau. Síðustu daga hef ég semsagt verið að gera akúrat þetta, dást að litla frænda mínum. Gæti ekki verið betra svona mitt í atvinnuleysinu.

Frændinn er náttúrulega afskaplega fallegt barn og ótrúlega líkur systur sinni. Enda engin ástæða svosem til að breyta góðri uppskrift. Svo ilmar hann hreint dásamlega.

1 Comments:

Blogger Helga said...

Er það ekki rétt sem mig minnir, að þú eigir afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir.

2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home