Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað nýfædd börn eru lítil eitthvað og hvað þau gera afskaplega lítið. Og hvað það, þrátt fyrir þetta, er afskaplega gaman að horfa á þau og handfjatla þau. Síðustu daga hef ég semsagt verið að gera akúrat þetta, dást að litla frænda mínum. Gæti ekki verið betra svona mitt í atvinnuleysinu.
Frændinn er náttúrulega afskaplega fallegt barn og ótrúlega líkur systur sinni. Enda engin ástæða svosem til að breyta góðri uppskrift. Svo ilmar hann hreint dásamlega.
Frændinn er náttúrulega afskaplega fallegt barn og ótrúlega líkur systur sinni. Enda engin ástæða svosem til að breyta góðri uppskrift. Svo ilmar hann hreint dásamlega.
1 Comments:
Er það ekki rétt sem mig minnir, að þú eigir afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir.
Skrifa ummæli
<< Home