þriðjudagur, október 31, 2006

Hef nú gerst Breiðhyltingur, flutt til byggða úr kuldanum og trekkinum í Grafarholtinu. Það er leiðinlegt að flytja, bara alltof mikið vesen fyrir minn smekk. Er líka orðin stoltur ísskápseigandi. Hann heitir Gram og er útlitsgallaður og sómir sér vel í ört stækkandi hópi rafmagnstækja í minni eigu. Hópurinn samanstendur semsagt af ísskápnum góða og sjónvarpinu sem ég keypti mér þegar ég bjó hjá Helgu frænku í Kvisthaganum.

Líkar ágætlega í nýju vinnunni. Er enn náttúrulega að komast inn í hlutina og er ekki einu sinni komin með mail.

5 Comments:

Blogger Helga said...

Þarna sérðu, þetta smálagast hjá þér. Áður en þú veist af verður þú komin í vesturbæinn. Til lukku með ísskápinn, við eigum líka Gram og bara ánægð.

6:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hvar ertu svo að vinna - svona fyrir okkur fávísu sem erum alltaf síðust að frétta allt?! ;-)

8:00 e.h.  
Blogger Þóra said...

Ég er að vinna hjá vinnumálastofnun, nánar tiltekið er ég EURES fulltrúi á Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins. Þannig ef þig vantar Pólverja í vinnu til dæmis talarðu við mig.
En hvernig er staðan hjá þér?? Láttu mig nú endilega vita fljótlega eftir burð svo barnið verði ekki komið með tennur þegar ég frétti eitthvað.

8:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með djobbið!
Knús, Þóra.

8:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég skal senda þér skilaboð þegar þar að kemur :-)
Annars mætti þetta nú alveg fara að gerast, er komin viku framyfir... :S

1:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home