þriðjudagur, október 24, 2006

Ég er komin með vinnu, byrja á morgun. Jamm, ég get loks farið að bera höfuðið hátt og svarað hinni ótrúlega algengu spurningu um hvað ég geri án afsakana og útskýringa. Fyrir nokkrum árum (svona 10) var alltaf verið að spyrja mann um aldur en nú er það stétt og staða sem skiptir mestu máli.
Atvinnuleysi er annars óttalega leiðinlegt ástand, sérstaklega svona mitt í hinu títt nefnda góðæri. Iðjuleysi er líka rót alls ills, að þessu leyti eru foreldrar mínir og svosem fjölskylda öll góðir og gegnir mótmælendur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home