þriðjudagur, október 10, 2006

28. afmælisdagurinn minn runninn upp. Ég er enn vakandi vegna þess að ég átti eftir að skila frönskuverkefni sem ég var náttúrulega orðin alltof sein með.
Þetta þýðir að nú fer veturinn að leggjast yfir með tilheyrandi myrkri og andlegum drunga. Aðgerðarleysi síðustu vikna bætir heldur ekki úr skák, það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hægt er að gera mikið af engu.
Nóg komið af sjálfsvorkunn í bili, best að fara að lúlla.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með afmælið! :D

1:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með daginn!
Knús, Þóra frænka í DK.

8:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vó, soldið sein, en innilega til hamingju með afmælið um daginn! Voða er maður ekki að fylgjast með... Hvernig væri bara að skella sér til köben í heimsókn? Beint flug frá Akureyri og svona, og hver veit nema þú hefðir eins og eina afmælisgjöf uppúr því ;)

Miss you!
Þórunn.

11:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home