Danir virdast fila raunveruleikasjonvarp alveg i botn. Her er natturlega donsk utgafa af Idol en lika af Survivor og Big brother. Big brother virdist vera alveg serstaklega vinsæll tattur allavega var hann auglystur alveg i tætlur. Eg er nu samt ekki alveg ad nenna ad horfa a tetta. Svo er verid ad syna "Jagten for drømmefyren" sem er semsagt "the Batchlerette" med henni Tristu i adalhlutverki sem er longu buid ad syna heima. Teir eru nu pynu a eftir greyin.
þriðjudagur, september 30, 2003
mánudagur, september 29, 2003
Er i skolanum og ætti ad vera gera eitthvad af viti en i stadinn geri eg tetta. Er ekki alveg ad nenna ad læra tessa stundina og enn er treyta eftir helgina. Teitid a laugardagskvoldid var var mjog fint og lika djammid a eftir nidri i bæ. Tonlistin a tessum donsku stodum er reyndar skritin eda olluheldur gomul. Hun færdi mann aftur um 2-3 ar og sumt jafnvel enn lengra. Skitakuldi herna i morgun, tad var verulega erfitt ad fara a fætur kl. 6:30 en tad hafdist to. Fyrsti tveggja peysu dagurinn minn. Eg og minn ektafelagi her i Danmorku eigum i toluverdum erfidleikum nuna. Nyja sjonvarpid mitt virdist nefnilega vera ad bila. Tetta hefur sma versnad sidustu daga og nu er svo komid ad tad synir bara svart hvita mynd. Eg ætla ad fara med tad aftur i budina einhvern næstu daga en i tetta skipti ekki med stræto.
laugardagur, september 27, 2003
Danskir dátar eru í dökkgrænum svona felulita búningum með svartar alpahúfur. Þeir gætu leynst vel í frumskógum amazon. Ég efast samt um að þeir séu mikið þar. Þar væri eiginlega nær að hafa þá í svona gráum og rauðbrúnum búningum. Þá gætu þeir leynst vel hér í borg innan um múrsteinahúsin og gangstéttirnar.
Teiti í kvöld hjá íslenskum nágrönnum mínum hér í næstu götu. Ætti reyndar að vera byrjuð að smyrja á mig málningunni en er ekki alveg að nenna því. Fór á flóamarkað í morgun. Minnti óneitannlega á kolaportið heima sem er svosem ekkert skrítið. Óttalega mikið af skrani. Það kostaði 20 kr. inn, skrítið. Er að horfa á breskan þátt á Sænska 2. Gerir ekki mikið til að bæta dönskukunnáttu mína. Jæja, bjórinn bíður.
Teiti í kvöld hjá íslenskum nágrönnum mínum hér í næstu götu. Ætti reyndar að vera byrjuð að smyrja á mig málningunni en er ekki alveg að nenna því. Fór á flóamarkað í morgun. Minnti óneitannlega á kolaportið heima sem er svosem ekkert skrítið. Óttalega mikið af skrani. Það kostaði 20 kr. inn, skrítið. Er að horfa á breskan þátt á Sænska 2. Gerir ekki mikið til að bæta dönskukunnáttu mína. Jæja, bjórinn bíður.
miðvikudagur, september 24, 2003
Danski kronprinsinn tilkynnir opinberlega trulofun sina 8. okt. n.k. Danmerkurferdin er farin i vaskinn.
þriðjudagur, september 23, 2003
Ég er að verða vön að vakna alltaf eldsnemma á morgnanna. Nú get ég ekki lengur farið á fætur 20 mínútum áður en á á að mæta í vinnuna eins og ég gerði heima. Þegar skólinn byrjar kl. 8 verð ég að fara á fætur fyrir 7. Ég hef einu sinni sofið til 11 síðan ég kom hingað, ég veit að margir trúa þessu ekki en svona er þetta samt.
Í morgun fór ég eins og venjulega í strætó og í fyrsta skipti síðan ég kom hingað var svoldið kalt úti, svona um 10 stiga hiti eða svo. Ég fer inn á endastöð þannig að strætóbílstjórarnir þurfa oft aðeins að spjalla við mann nema þeir hafi eitthvað annað að gera eins og t.d reykja eina sígarettu eða tvær. Bílstjóri morgunsins þurfti ekki að reykja svo hann spjallaði við mig um veðrið. Eða meira hann talaði, ég sagði "hvad siger du?" og jánkaði svo þegar ég skildi hann. Megininntakið í spjallinu var að sumarið væri búið og nú yrðum við að fara að klæða okkur betur.
Í skólanum náði ég að komast í hóp. Ég verð semsagt ekki social úrhrak í skólanum. Við erum fjögur í hóp, danskur strákur, pólverji, stelpa frá Ungverjalandi og ég. Við ætlum að skrifa um stækkun Evrópusambandsins og áhrif þess á fullveldi nýju ríkjana með tilliti til stjórnarskrár sambandsins sem nú er í smíðum í Brussel. Og af augljósum ástæðum ætlum við að taka Pólland og Ungverjaland sérstaklega fyrir. Spennandi ekki satt.
Annars er ég ekki alveg að fatta þennan skóla. Ég er í masters námi og hélt einhvern veginn að það yrði miklu meira og erfiðara allt en BA námið. Ég er ekki farin að sjá það ennþá. Það er svipað mikið lesefni og ég er yfirleitt í skólanum fjóra tíma á dag. Svo koma dagar sem ég þarf alls ekkert að mæta vegna þess að það eru einhver svona sérstök námskeið sem ég hef ekki áhuga á og eru ekki til prófs. Í næstu viku verð ég t.d. í fríi á þriðjudag og miðvikudag vegna þess að það verður "International Workshop on Cultural Exchange Between Nepal and Denmark. Theme: Gender and Social Change in Nepal - Political and Cultural Implications". Ég varð bara að setja allt nafnið inn hérna. Mér dettur ekki í hug að mæta á þetta. Ég yrði eins og fiskur á þurru landi. Veit ekki svo mikið um samband Danmerkur og Nepals og hef bara engan sérstakan áhuga á því. Svo verður eitt próf í lok október upp úr öllu lesefninu og eftir það þarf ég ekki að mæta meira í skólann þessa önn. Í nóvember og október verðum við bara í því að gera þetta verkefni sem á að vera um 50 bls. að lengd. Ekki það að ég vilji vera að kvarta, þetta er fínt, og svo kemur kannski í ljós að prófið verður svaka erfitt eða verkefnið miklu meira en ég ímynda mér nú. Þá yrði ég að éta þetta allt ofan í mig aftur.
Jæja ég blaðra og blaðra, það er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu. Nóg í bili samt. Hilsen frá Aalborg.
Í morgun fór ég eins og venjulega í strætó og í fyrsta skipti síðan ég kom hingað var svoldið kalt úti, svona um 10 stiga hiti eða svo. Ég fer inn á endastöð þannig að strætóbílstjórarnir þurfa oft aðeins að spjalla við mann nema þeir hafi eitthvað annað að gera eins og t.d reykja eina sígarettu eða tvær. Bílstjóri morgunsins þurfti ekki að reykja svo hann spjallaði við mig um veðrið. Eða meira hann talaði, ég sagði "hvad siger du?" og jánkaði svo þegar ég skildi hann. Megininntakið í spjallinu var að sumarið væri búið og nú yrðum við að fara að klæða okkur betur.
Í skólanum náði ég að komast í hóp. Ég verð semsagt ekki social úrhrak í skólanum. Við erum fjögur í hóp, danskur strákur, pólverji, stelpa frá Ungverjalandi og ég. Við ætlum að skrifa um stækkun Evrópusambandsins og áhrif þess á fullveldi nýju ríkjana með tilliti til stjórnarskrár sambandsins sem nú er í smíðum í Brussel. Og af augljósum ástæðum ætlum við að taka Pólland og Ungverjaland sérstaklega fyrir. Spennandi ekki satt.
Annars er ég ekki alveg að fatta þennan skóla. Ég er í masters námi og hélt einhvern veginn að það yrði miklu meira og erfiðara allt en BA námið. Ég er ekki farin að sjá það ennþá. Það er svipað mikið lesefni og ég er yfirleitt í skólanum fjóra tíma á dag. Svo koma dagar sem ég þarf alls ekkert að mæta vegna þess að það eru einhver svona sérstök námskeið sem ég hef ekki áhuga á og eru ekki til prófs. Í næstu viku verð ég t.d. í fríi á þriðjudag og miðvikudag vegna þess að það verður "International Workshop on Cultural Exchange Between Nepal and Denmark. Theme: Gender and Social Change in Nepal - Political and Cultural Implications". Ég varð bara að setja allt nafnið inn hérna. Mér dettur ekki í hug að mæta á þetta. Ég yrði eins og fiskur á þurru landi. Veit ekki svo mikið um samband Danmerkur og Nepals og hef bara engan sérstakan áhuga á því. Svo verður eitt próf í lok október upp úr öllu lesefninu og eftir það þarf ég ekki að mæta meira í skólann þessa önn. Í nóvember og október verðum við bara í því að gera þetta verkefni sem á að vera um 50 bls. að lengd. Ekki það að ég vilji vera að kvarta, þetta er fínt, og svo kemur kannski í ljós að prófið verður svaka erfitt eða verkefnið miklu meira en ég ímynda mér nú. Þá yrði ég að éta þetta allt ofan í mig aftur.
Jæja ég blaðra og blaðra, það er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu. Nóg í bili samt. Hilsen frá Aalborg.
sunnudagur, september 21, 2003
Fór í bíó í gærkvöldi, sáum sjóræningjamyndina með Johnny Deep, man ekki alveg hvað hún heitir. Alveg frábær mynd, Deep alveg ótrúlegur. Við komum náttúrulega frekar seint þannig að einu sætin sem voru laus voru á fremsta bekk. Ég hef aldrei áður setið á fremsta bekk og eins og ég hélt er það frekar óþægilegt. Annars var þetta bíó ótrúlega gamaldags. Sætin voru númeruð, afskaplega lítill halli í salnum og allt svona voða sjúskað. Svo saknaði þess duldið að fá ekki hlé.
Annars er ég búin að vera nokkuð dugleg að lesa um helgina svona miðað við aldur og fyrri störf. Ég hef aldrei verið búin að lesa svona mikið þetta snemma á önninni.
Ég fór niður í bæ á föstudaginn og rölti um helstu verslunargöturnar. Þetta er allt svo huggó hérna að mig langaði meira segja að fara versla mér föt og eitthvað. En það sem ég tók sérstaklega eftir voru ryksugubúðirnar. Það eru svona búðir sem virðast bara selja ryksugur og eitthvað sem þeim tengist. Ég prófaði meira segja að fara inn í eina slíka. Afhverju eru til sérstakar ryksugubúðir á dögum stórmarkaða sem selja allt á milli himins og jarðar? Allt í lagi að selja bara húsgögn eða bara föt en ryksugur? Ég hef tvisvar farið og keypt ryksugu og það krafðist í hvorugt skiptið sérstakrar íhugunar.
Jæja ég ætla að fara og glápa á mitt ástkæra sjónvarp og hlusta á vindinn gnauða í glugganum. Það er nefnilega smá hvasst hérna í fyrsta skipti síðan ég kom og í morgun voru þrumur og eldingar og grenjandi rigning. Ég þarf nauðsynlega að kaupa mér regnhlíf því þegar það riginir hérna þá rignir.
Annars er ég búin að vera nokkuð dugleg að lesa um helgina svona miðað við aldur og fyrri störf. Ég hef aldrei verið búin að lesa svona mikið þetta snemma á önninni.
Ég fór niður í bæ á föstudaginn og rölti um helstu verslunargöturnar. Þetta er allt svo huggó hérna að mig langaði meira segja að fara versla mér föt og eitthvað. En það sem ég tók sérstaklega eftir voru ryksugubúðirnar. Það eru svona búðir sem virðast bara selja ryksugur og eitthvað sem þeim tengist. Ég prófaði meira segja að fara inn í eina slíka. Afhverju eru til sérstakar ryksugubúðir á dögum stórmarkaða sem selja allt á milli himins og jarðar? Allt í lagi að selja bara húsgögn eða bara föt en ryksugur? Ég hef tvisvar farið og keypt ryksugu og það krafðist í hvorugt skiptið sérstakrar íhugunar.
Jæja ég ætla að fara og glápa á mitt ástkæra sjónvarp og hlusta á vindinn gnauða í glugganum. Það er nefnilega smá hvasst hérna í fyrsta skipti síðan ég kom og í morgun voru þrumur og eldingar og grenjandi rigning. Ég þarf nauðsynlega að kaupa mér regnhlíf því þegar það riginir hérna þá rignir.
fimmtudagur, september 18, 2003
Jæja þá er ég komin með nettengingu heim. Reyndar bara svona venjulega, ekki sítengingu, ég sé til með það. Og það sem meira er að ég setti þetta upp alveg sjálf, ótrúlegt en satt. Þetta var reyndar ekkert mál en ég er óttalegur tölvuauli. Ágætt að geta farið að skrifa íslensku stafina aftur.
Það er farið að ganga ágætlega hér í Danaríki. Skólinn er kominn á full og það er nóg að lesa. Í dag áttum við að mynda hópa sem er aðalatriðið í allri kennslu í Álaborgarháskóla. Mér tókst reyndar ekki að komast í endanlegan hóp en ég ætla hitta hinn danska Peter og hina rússnesku Lube á sunnudaginn og þá kemur í ljós hvort við erum að hugsa eitthvað svipað. Annars hefur mestur tími farið í það að vesenast. Ég keypti skrifborð og setti það saman, það tók mig reyndar næstum tvo tíma en ég gerði það alveg sjálf. Svo keypti ég sjónvarp og fór með það í strætó heim. Ég var ansi lúin eftir að hafa borið það í strætó, skipt um strætó niðri í bæ og borið það síðan heim úr strætó upp alla stigana. Ég fékk meira að segja strengi daginn eftir.
Í síðustu viku fór ég líka í danska herstöð. Ég hef aldrei komið í herstöð áður og þaðan af síður danska. En við í deildinni fórum semsagt á svona seminar í Aalborg airbase og gistum þar eina nótt. Þarna hlustuðum við á misskemmtilega fyrirlestra allan daginn um "world order" og borðuðum þess á milli. Það var alltaf verið að bera í okkur mat og við þurtfum ekki að borga krónu fyrir þetta allt saman nema náttúrulega bjórinn. Já nema hvað, á fimmtudagskvöldinu var bjór þjóraður af miklum krafti af bæði kennurum og nemendum. Ástand manna 9:30 daginn eftir þegar fyrirlestrar byrjuðu aftur var ansi misjafnt. Ég hélt mér þó á mottunni. Annars er merkilegt hvað fólk drekkur mikinn bjór hérna og reykir mikið. Það er bar í skólanum og fólk reykir í mötuneytinu.
Ég er aðeins byrjuð að tala dönskuna en verð samt að vera duglegri við það. Það er bara svo ansi hentugt að grípa í enskuna og svo er líka öll kennslan á ensku. En svona eftir þriggja vikna veru í Danaríki ætla ég að setja niður nokkra punkta galla og kosti þess að vera hér. Gallarnir koma fyrst:
-Allir þeir sem mér þykir vænst um eru í öðru landi eða löndum.
-Ég þarf að ferðast með strætó sem ég var búin að gleyma hvað er leiðinlegt.
-Ég bý upp á 4. hæð "með" fólki sem ég þekki ekki neitt.
-Danskt súkkulaði og kók er ekki nálægt því eins gott og það íslenska.
-Ég get ekki vanist því að þurfa að passa mig á hjólum þegar ég stíg út úr strætó.
-Ég fæ óhugnalega mikið af ruslpósti, meira en heima.
Og svo eru það kostirnir:
-Bjórinn er mun ódýrari en heima.
-Veðrið er mjög gott, allavega hingað til, sól og 20 stiga hiti næstum upp á hvern einasta dag.
-Skinkan er rosalega góð, niðurskorin hamborgarahryggur, og kostar voða lítið.
-Ég er með næstum 30 sjónvarpsstöðvar og á fimmtudagskvöldum kl. 10 er tvöfaldur Sex and the city í nýju seríunni.
-Ég er búin að kynnast skemmtilegu fólki en hingað til reyndar eiginlega bara Íslendingum.
-Ég með heimilislækni í fyrsta skipti á ævinni, hinn ábyggilega þýskættaða Frantz Vogel.
Jæja ætli ég láti þetta ekki duga í bili. Ég hef aldrei skrifað svona mikið á bloggið. Það er svona þegar maður býr einn og nennir ekki að fara að sofa. Ætli ég verði ekki duglegri við þetta á næstunni en áður.
Það er farið að ganga ágætlega hér í Danaríki. Skólinn er kominn á full og það er nóg að lesa. Í dag áttum við að mynda hópa sem er aðalatriðið í allri kennslu í Álaborgarháskóla. Mér tókst reyndar ekki að komast í endanlegan hóp en ég ætla hitta hinn danska Peter og hina rússnesku Lube á sunnudaginn og þá kemur í ljós hvort við erum að hugsa eitthvað svipað. Annars hefur mestur tími farið í það að vesenast. Ég keypti skrifborð og setti það saman, það tók mig reyndar næstum tvo tíma en ég gerði það alveg sjálf. Svo keypti ég sjónvarp og fór með það í strætó heim. Ég var ansi lúin eftir að hafa borið það í strætó, skipt um strætó niðri í bæ og borið það síðan heim úr strætó upp alla stigana. Ég fékk meira að segja strengi daginn eftir.
Í síðustu viku fór ég líka í danska herstöð. Ég hef aldrei komið í herstöð áður og þaðan af síður danska. En við í deildinni fórum semsagt á svona seminar í Aalborg airbase og gistum þar eina nótt. Þarna hlustuðum við á misskemmtilega fyrirlestra allan daginn um "world order" og borðuðum þess á milli. Það var alltaf verið að bera í okkur mat og við þurtfum ekki að borga krónu fyrir þetta allt saman nema náttúrulega bjórinn. Já nema hvað, á fimmtudagskvöldinu var bjór þjóraður af miklum krafti af bæði kennurum og nemendum. Ástand manna 9:30 daginn eftir þegar fyrirlestrar byrjuðu aftur var ansi misjafnt. Ég hélt mér þó á mottunni. Annars er merkilegt hvað fólk drekkur mikinn bjór hérna og reykir mikið. Það er bar í skólanum og fólk reykir í mötuneytinu.
Ég er aðeins byrjuð að tala dönskuna en verð samt að vera duglegri við það. Það er bara svo ansi hentugt að grípa í enskuna og svo er líka öll kennslan á ensku. En svona eftir þriggja vikna veru í Danaríki ætla ég að setja niður nokkra punkta galla og kosti þess að vera hér. Gallarnir koma fyrst:
-Allir þeir sem mér þykir vænst um eru í öðru landi eða löndum.
-Ég þarf að ferðast með strætó sem ég var búin að gleyma hvað er leiðinlegt.
-Ég bý upp á 4. hæð "með" fólki sem ég þekki ekki neitt.
-Danskt súkkulaði og kók er ekki nálægt því eins gott og það íslenska.
-Ég get ekki vanist því að þurfa að passa mig á hjólum þegar ég stíg út úr strætó.
-Ég fæ óhugnalega mikið af ruslpósti, meira en heima.
Og svo eru það kostirnir:
-Bjórinn er mun ódýrari en heima.
-Veðrið er mjög gott, allavega hingað til, sól og 20 stiga hiti næstum upp á hvern einasta dag.
-Skinkan er rosalega góð, niðurskorin hamborgarahryggur, og kostar voða lítið.
-Ég er með næstum 30 sjónvarpsstöðvar og á fimmtudagskvöldum kl. 10 er tvöfaldur Sex and the city í nýju seríunni.
-Ég er búin að kynnast skemmtilegu fólki en hingað til reyndar eiginlega bara Íslendingum.
-Ég með heimilislækni í fyrsta skipti á ævinni, hinn ábyggilega þýskættaða Frantz Vogel.
Jæja ætli ég láti þetta ekki duga í bili. Ég hef aldrei skrifað svona mikið á bloggið. Það er svona þegar maður býr einn og nennir ekki að fara að sofa. Ætli ég verði ekki duglegri við þetta á næstunni en áður.
miðvikudagur, september 10, 2003
Jæja ta blogga eg i fyrsta skipti fra Danmorku a donsku lyklabordi. Eg hef ekki verid i neinu bloggstudi undanfarid en eg held ad tetta se bara ad koma. Sidustu tvær vikur hafa an efa verid tær erfidustu i lifi minu. Ad fara einn til nyrrar borgar an tess ad tekkja salu er hvorki gott ne gaman. Eg svaf a golfinu i nokkrar nætur og taladi ekki vid neinn nema helst danska opinbera starfsmenn. En tetta er skarra nuna. Eg er meira segja buin ad fa matarlystina aftur. Teir vita tad sem tekkja mig best ad tegar treginn og stressid er mikid hverfur hun gjorsamlega. Eg sakna lika allra alveg svaka mikid en tad verdur reyndar ekki langt tangad til eg læt sja mig aftur a klakanum. Pantadi mer ferd heim um jolin i gær.