laugardagur, september 27, 2003

Danskir dátar eru í dökkgrænum svona felulita búningum með svartar alpahúfur. Þeir gætu leynst vel í frumskógum amazon. Ég efast samt um að þeir séu mikið þar. Þar væri eiginlega nær að hafa þá í svona gráum og rauðbrúnum búningum. Þá gætu þeir leynst vel hér í borg innan um múrsteinahúsin og gangstéttirnar.

Teiti í kvöld hjá íslenskum nágrönnum mínum hér í næstu götu. Ætti reyndar að vera byrjuð að smyrja á mig málningunni en er ekki alveg að nenna því. Fór á flóamarkað í morgun. Minnti óneitannlega á kolaportið heima sem er svosem ekkert skrítið. Óttalega mikið af skrani. Það kostaði 20 kr. inn, skrítið. Er að horfa á breskan þátt á Sænska 2. Gerir ekki mikið til að bæta dönskukunnáttu mína. Jæja, bjórinn bíður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home