Öðru hverju prófar maður eitthvað nýtt og í gærkvöldi gerði ég það og var sumt gáfulegra en annað. Ég semsagt smakkaði lunda og kengúru í fyrsta skipti í gærkvöldi. Lundinn var mjög bragðgóður og kengúran ágæt og á ég örugglega eftir að smakka hvoru tveggja aftur. Það var hins vegar ekki eins góð hugmynd að drekka capuchino kl. hálf ellefu í gærkvöldi. Var meira og minna vakandi til kl. að verða þrjú í nótt. Geri þetta ekki aftur.
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Er að fara á Tapas-barinn í kvöld að taka á móti og borða með þremur stelpum frá Litháen sem eru að heimsækja okkur í vinnunni. Á morgun og hinn munum við Valdimar vinnufélagi minn svo lóðsa þær um borg og bý.
Birna og Sindri koma svo um helgina með grísina tvo og verður sjálfsagt hangið eitthvað með þeim. Semsagt nóg að gera sem er gott en spurningin er hvenær ég eigi að koma munnlegu frönskuprófi við? Dæs, dæs og aftur dæs.
Birna og Sindri koma svo um helgina með grísina tvo og verður sjálfsagt hangið eitthvað með þeim. Semsagt nóg að gera sem er gott en spurningin er hvenær ég eigi að koma munnlegu frönskuprófi við? Dæs, dæs og aftur dæs.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
Nokkrir punktar:
-Árshátíð á föstudagskvöld, skemmti mér vel, frekar lágt á mér risið daginn eftir.
-Eddan, bara púkó. Af hverju getur þetta lið ekki bara haldið árshátið eins og aðrir?
-Snjórinn, mikið svakalega var ég hissa í gærmorgun þegar ég leit út um gluggann. Er það rétt sem ég hef heyrt fleygt hér í vinnunni að utanbæjarfólk sé mun líklegra til að aðstoða aðra í ófærð?
-Franskan, þarf að vera alveg ægilega dugleg næstu daga, er engan veginn að nenna því.
-Jólin, er farin að pæla í því hvernig ég eigi að púsla þessu saman. Þetta verður e-ð flakk milli Strandarinnar, Rvk og Eyjafjarðar en óljóst hvernig.
Semsagt allt í gúdí bara.
-Árshátíð á föstudagskvöld, skemmti mér vel, frekar lágt á mér risið daginn eftir.
-Eddan, bara púkó. Af hverju getur þetta lið ekki bara haldið árshátið eins og aðrir?
-Snjórinn, mikið svakalega var ég hissa í gærmorgun þegar ég leit út um gluggann. Er það rétt sem ég hef heyrt fleygt hér í vinnunni að utanbæjarfólk sé mun líklegra til að aðstoða aðra í ófærð?
-Franskan, þarf að vera alveg ægilega dugleg næstu daga, er engan veginn að nenna því.
-Jólin, er farin að pæla í því hvernig ég eigi að púsla þessu saman. Þetta verður e-ð flakk milli Strandarinnar, Rvk og Eyjafjarðar en óljóst hvernig.
Semsagt allt í gúdí bara.